17. júní

Ég og konan mín fórum í Lágafellskirkju að morgni 17júní. Það var yndisleg messa og hátíðaræðuna hélt Salóme Þorkelsdóttir. Ræða hennar fjallaði aðallega um að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Meiriháttar ræða hjá henni. Eina sem truflaði hátíðaræðuna hennar var þegar gsm sími eins kirkjugestins fór að hringja. Þessi sami sími hringdi svo aftur stuttu síðar en nú miklu hærra svo að kirkjugesturinn spratt upp úr sæti sínu og hljóp út. Er ekki allt í lagi hjá þessum manni hugsaði ég. Mér fannst þetta vanvirðing við hátíðaræðu Salóme. En hún kann sig og lét þetta ekki hafa áhrif á sig. (Síminn minn var út í bíl).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband