Færsluflokkur: Bloggar

Frábær þjónusta og dekurferð.

Við fórum til Tékklands á heilsuhótel á vegum Ferðaskrifstofu Eldri Borgara en sú ferðaskrifstofa hefur gert samning við Bag Drop og þvílíkt og annað eins. Ferðatöskur okkar sóttar deginum áður en við fórum og brottfaraskrá sent í síman okkar og við þurftum ekki að bíða í neinni biðröð i Leifstöð heldur fórum bara beint þar sem öryggishliðið er og svo tókum við töskurnar á komustað í Tékklandi. Ég mæli með þessari ferð á þetta heilsuhótel þar sem var boðið upp á svo margt að ég fer ekki í að fjalla um allt sem var innifalið og hvað var hægt að kaupa sem var fjölmargt og mjög ódýrt. Eini gallinn var að starfsfólkið talaði litla ensku en frábær farastjóri Sigrún Sigurðardóttir bjargaði því með sinni snilld. Frábær og ódýr dekurferð eins og alltaf hjá þessari ferðaskrifstofu.


Ský á augasteini

Var í aðgerð í gær vegna skýs á augasteini. Var búinn að bíða í tvö ár eftir þessari aðgerð sem tókst mjög vel. Það voru nokkrir á undan mér á biðstofunni og nokkrir komnir að bíða þegar ég var kallaður upp. Þvílík tækni. Nú þarf ég ekki að nota gleraugu nema þegar ég þarf að lesa. Svo verður hitt augað tekið líka í byrjun janúar. Þótt að maður hafi þurft að bíða svona legi þá getur maður ekki verið annað en þakklátur fyrir þessa aðgerð og þessa frábæru lækna og starfsfólks þeirra. 


Ferð til Vietnam

Fór í ferð til Vietnam með hinni frábæru ferðaskrifstofu KOLUMBUS ÆVINTÝRAFERÐIR. Og eins og alltaf þegar ferðast er með þessari ferðaskrifstofu stóðst allt og "meira til" allt undir frábæri og örugglegri farastjórn Goða Sveinssonar. Hér ætla ég bara að stikla á stóru en nóg er að taka. Hanoi var fyrsti áfangastaður. Allskonar skoðunarferðir sem var hver annari fróðlegri. Svo var farið til Halongflóa og silgt um flógann og gist í Verdure Lotus Cruise fljótabát sem var með t.d. svölum. Svo var það Hue og enn tóku frábærar skoðunarferðir við. Svo var siglt um síkin í Hoi An. Næst lág leiðin til Saigon. Meðal annars var siglt um óseyrar Mekon. Síðan endaði þessi einstaka ferð í baðstrandarbænum Mui Ne í Bint Tuan héraði sem er einn fegursti baðstrandarbær í Suður Vietnam og synt í stórri sundlaug eða í sjónum. Já, hér er stiklað á stóru en ég hef aldrei kynnst öðru eins jákvæðu fólki og þarna og svo voru öll hótelin sem gist var á frábær og maturinn líka og ekki má gleyma verðlaginu sem mjög hentugt fyrir íslendinginn. Og ekki má heldur gleyma ferðafélegum sem voru frábærir. Takk fyri mig KOLUMBUS ÆVINTÝRAFERÐIR.


Frábær vel unnin störf

Konan mín veiktist heiftarlega fyrir hálfum mánuði síðan. Ég hringdi í 112 og sjúkrabíll kom stuttu seinna. Hún var flutt á bráðadeild og þaðan á gjörgæsludeild. Eftir nokkra daga þar var hún send á hjartadeild á LSH við Hringbraut. Á öllum þessum stöðum fékk hún frábæra aðstoð hjá einstöku starfsfólki á öllum sviðum. Hún er núna komin heim þökk þessu frábæra starfsfólki. Heilbrigðiskerfið okkar er einstakt og tölum það ekki niður því það á það ekki skilið. 


Kolumbus Ævintýraferðir.

Þá er þessari einstöku ævintýraferð lokið. Það var svo margt að sjá að ég ætla bara að stikla á stóru. En þetta magnaða ferðalag var til Argintínu og Brasilíu með viðkomu til Hollands og Parísar. Fararstjórar voru Friðrik Brekkan og Sigurður K. Kolbeinsson og voru allar ferðir og skipulagning til fyrirmyndar og allar tímasetningar líka. Þegar komið var til Argentínu voru myndir af Messí allstaðar og datt mér í hug að þeir ættu bara að breyta nafni Argentína í Messína en svo er Messí dáður þarna. Meira að segja var Budweiserbjór þarna með mynd af Messí. Farið var á Tangó sýningu þar sem allskonar skemmtikraftar komu fram. Heimsókn á búgarð og skoðaður stærsti innanlandsjökull heims. Sigling á Beaglesundi og sæljón og m0rgæsir skoðaðar. Farið var til Puerto Iguazú þetta svæði hefur verið nefnt eitt af sjö undurm veraldar. Þarna er einn af stærstu fossum veraldar. ýmislegt annað var að sjá en læt þetta duga um Messíland og næst er það Brasilía. Þar var meðal annars farið í "kálf" upp á Sykurtoppinn og svo Kristsstyttan skoðuð. Fegurin í Ríó var stórkostleg. En í báðum þessum löndum sá maður líka mikla fátækt og lítil tungumála kunnátta sérstaklega í Brasilíu. Endað var svo í París og svo farið heim til Íslands. Ekki skemmdi fyrir að samferðafólkið var dásamlegt og samhentur hópur sem gerði góða ferð enn betri. Takk fyrir mig. 


Lélegur fréttaflutningur

Ég bý í Mosó og er með hænur. Það var í fréttum að frá minkabúinu Dalsbúi í Helgadal hefði sloppið út minkar. Þeir hafa drepið hænur og dúfur hér í Mosó. Ásgeir Pétursson minkabóndinn sem minkarnir sluppu frá sagðist vera alveg miður sín en hefði fundið gatið þar sem þeir sluppu út. Ég spyr: Hvað sluppu margir minkur út? Hann hlýtur að vita hvað hann átti marga og hvað það eru margir eftir og mismunurinn er sá fjöldi sem slapp út!! Hænurnar mínar er frjálsar og fara út og inn í kofann allan daginn. Núna þori ég ekki að opna kofann og hleypa þeim út nema ég sé heima og þær eru ekki eins frjálsar og þær hafa alltaf fengið að vera. 


Vá, þvílík frammistaða.

Nú dugar engin fálkaorða heldur skal það vera Stórriddarakross með stjörnu fyrir íslenska þjálfarann.  Ísland er sigurvegari Eystraaltsmótsins. Vonandi gerir Vanda langtíma samning við þjálfarann eins og Víkingar gerðu við Arnar!


Edinborg

Jæja, þá er frábærri ferð til Brighton lokið og nú skal haldið til Edinborgar og allt að sjálfsögðu með Ferðaskrifstofu eldri borgara. Já lífið er ferðalag. Hlökkum mikið til því við vitum að okkur bíða flottar skoðunarferðir. 


Brighton

Já, loksins erum við hjónin að fara til útlanda og nú skal haldið til Englands þ.e.a.s. til Brighton. Að ajálfsögðu með ferðaskrifstofu eldri borgara en sú ferðaskrifstofa klikkar ekki. Allt sem sagt er stendur og fyrsta flokks fararstjórar eins og í þessari ferð er það enginn annar en Friðrik Brekkan. Hlökkum mikið til að fara í allar þær skoðunarferðir sem boðið er uppá eins og t.d. Seven Sisters en klettarnir eru hluti af South Downs þjóðgarðinum. Einnig verður skoðað Monk´s House og Rye og ekki má gleyma hin stórbrotna Dómkirkja Canterbury verður líka heimsótt og margt margt fleirra. 


Silence is Golden.

Af hverju má ekki upplýsa mann þegar frétt er sögð? T.d: Einstaklingur með Covid 19 lést á Landspítala í gær. 1. Hvaða þjóðerni var þessi einstaklingur? 2. Var hann með undirliggjandi sjúkdóma? 3. Á hvaða aldri var þessi maður? 4. Var hann óbólisettur? 5. Ef ekki, hvað hafði hann fengið margar sprautur? 6. Hafða hann fengið Covid 19 áður? Hvað er verið að fela fyrir manni? Mér kemur þetta við, vill fá upplýsingar. Af hverju er þessi feluleikur? Sama með hælisleitanda sem er hér þó hann sé búinn að fá hæli í öðru landi. Hvað kostar hann skattgreiðendur á mánuði og hvað fær fyrir utan fjárhaldsaðstoð? Og fær hann upphald þó svo að hann neiti að fara út landi? Hvaða feluleikur er þetta? Má maður ekkert fá að vita og ef maður vill það er maður þá rasisti? 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband