Óljóð dagsins nr. 9

Flótti:

Íkorninn hljóp og hljóp

inn í skóginn frá menningunni

og var étinn

af úlfi.

Rugl:

Einu sinni er allt fyrst

hvað annað er hægt?

Móðan mikla:

Það virðast allir

vera sammála um

að það bíði betra

líf hinum meginn.

Eftir hverju eru

þá allir að bíða og kvíða?

Flókið:

Ímyndaðu þér heiminn

eins og þú vilt hafa hann.

Verður þú þá vinsæll eða

óvinsæll?

Takmörk:

Stóri feiti ljóti vondi

og bólugrafni kallinn kom.

Vá, ekki meira takk.

Eins og hugur manns:

Ef manni dettur ekkert í hug

er maður þá hugleysingi?

Dansleikur:

Diskódrottningin átti kvöldið

karlmennirnir slefuðu.

Diskódrottningin fór að sofa

karlmennirnir héldu áfram að slefa.

Taugastríð:

Mikið fer það í pirrurnar

á mér

hvað margir

eru pirraðir.

Reglusemi:

Skyldi reglustrikan

vera reglusöm?

Eitt spurningamerki:

?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband