Óljóð dagsins nr. 10

Sjötta daginn desember

drengurinn er fæddur.

Ó já, nú er stór dagur og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að hvíla óljóðin mín í bili og byrja hugsanlega aftur á næsta ári en það kemur bara í ljós. Ég ætla að enda þetta "með látum" og setja inn góðan slatta af óljóðum í kveðjuskyni.

Óhöpp:

Verða ekki flest slys

af slysni?

Stórt er spurt:

Ætli endurkoma

geti komið

fyrir tíman?

Aftur er stórt spurt:

Hvað verður um hjálpartæki

sem enginn þarf að nota?

Enn er stórt spurt:

Ætli fólki verði mál

á málþingi?

Og enn og aftur:

Ætli villidýr

séu alltaf á villigötum?

Og meira:

Ætli stakir jakkar

séu einmanna?

Og enn meira:

Hvað ætli gömul hetja

sé gömul?

Meira:

Ætli lágmarksverð

geti náð hámarki?

Áróður:

Stoppum unglingadrykkju

og dettum svo í það!

Hreinlæti:

Ætli skúringakonan sé

góð í golfi?

Svo þetta:

Hvaða visku

hefur viskustykki?

Sjálfvirkni:

Hver vekur

hanann?

Ljós í myrkri:

Hvenær notar maður

vasaljós til þess að

lýsa upp vasa?

Ó nei:

Skyldu spé hræddir menn

fá spékoppa?

Framtíð:

Ætli gervihnöttur

sé úr gerviefni?

Úti og inni:

Ætli það sé hægt

að tjalda

gluggatjöldum?

Botnlaust:

Ætli kafari

komist í botn

í því sem hann er að gera?

Engin sörvis:

Hvað ætli heyrist

inni í flugvél

sem fer hraðar en hljóðið?

Amen:

Skyldu prestar

leggjast í

helgan stein?

Partí:

Ætli selir

séu alltaf

í selskapi?

Doktor:

Ætli maður fái

verki

að því að taka inn

verkja pillur?

Gott lag:

"Let it be"

sungu Bítlarnir

ætli þeir hafi haft

óljóðin mín

í huga?

Óvissa:

Eitt er víst

að það er ekkert víst

víst!

Trú:

Ætli krossfiskar

séu trúaðir.

Endir:

The end.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband