Lélegur fréttaflutningur

Ég bý í Mosó og er með hænur. Það var í fréttum að frá minkabúinu Dalsbúi í Helgadal hefði sloppið út minkar. Þeir hafa drepið hænur og dúfur hér í Mosó. Ásgeir Pétursson minkabóndinn sem minkarnir sluppu frá sagðist vera alveg miður sín en hefði fundið gatið þar sem þeir sluppu út. Ég spyr: Hvað sluppu margir minkur út? Hann hlýtur að vita hvað hann átti marga og hvað það eru margir eftir og mismunurinn er sá fjöldi sem slapp út!! Hænurnar mínar er frjálsar og fara út og inn í kofann allan daginn. Núna þori ég ekki að opna kofann og hleypa þeim út nema ég sé heima og þær eru ekki eins frjálsar og þær hafa alltaf fengið að vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Sigurður, fréttaflutningurinn er alveg me ólíkindum meira í einhverjum æsifréttastíl og alls ekki reynt að"kafa" ofan í málin og segja hvað raunverulega gerðist og ekkert er sagt frá aðgerðum til að ná dyrunum til baka......

Jóhann Elíasson, 26.12.2022 kl. 14:15

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sluppu tíu eða hundrað minkar? Og hvað gerir MAST? Á minkabóndi að komast upp með að dýrbýtar frá honum drepi hér dýr í tugatali. Þetta er ekki i lagi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 26.12.2022 kl. 14:36

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Undafarið hef ég ekki orðið var við að MAST geri nokkurn skapaðan hlut og velti ég því fyrir mér HVERT HLUTVERK ÞEIRRAR STOFNUNAR SÉ EIGINLEGA OG HVORT SÉ EITTHVAÐ VIÐ ÞETTA APPARAT AÐ GERA?????

Jóhann Elíasson, 26.12.2022 kl. 16:32

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held að MAST sé stofnun sem talar en framkvæmir ekkert. (dýrbítur átti ekki að vera með ý) 

Sigurður I B Guðmundsson, 26.12.2022 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband