Meistarastykki.

Fór í bíó áðan og sá myndina: Ljósvíkingar. Þarna er á fer algjört meistarastykki að mín áliti. Björn Jörundur var flottur og er þetta leiksigur fyrir hann eins og alla sem komu fram í þessar mögnuðu mynd. 


Englis plís.

Átti erindi í heilsugæsluna í Mosó og ákvað að taka lyftuna þó aðeins um eina hæð væri að ræða þar sem ég er nýkominn úr mjaðmaskipta aðgerð. Og viti menn: Lyftan talar ensku. Door open og svo door close. Þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Bý ég ekki lengur á Íslandi eða hvað??


Kaldhæðni nr. 3.

Kaldhæðni nr.3 fellur niður vegna bloggs Sverris Stormskers. Hvet ykkur að lesa það þó langt sé. 


Kaldhæðni nr. 2

Friðarsinnin Katrín var forsætisráðherra þegar stjórnvöld á Íslandi ákvæðu að kaupa vopn svo hægt væri að drepa Rússneska hermenn. 3oo milljónir og svo 75 milljónir auka fyrir konur í her Úkrænu sem eiga líka að drepa aðra hermenn. Hernaðarandstæðingar mótmæltu eins og svo margir aðrir. Katrín reyndi að koma þessum gjörningi yfir á utanríkisráðherra en auðvita getur hún það ekki því að hún var "höfuð" stjórnvalda á Íslandi þegar þetta var samþykkt og getur ekki skautað fram hjá þessum viðbjóði. 


Kaldhæðni!

Er það ekki kaldhæðnislegt að það séu sjálfstæðismenn upp til hópa sem ætla að kjósa Katrínu? Ástæðan: Jú, "flokkurinn" vill hafa sinn fulltrúa á Bessastöðum svo að mál sérhagsmuna aðila verði ekki stöðvuð. Dapurleg fyrir orðsporð Katrínar.


Landspítali

Þá er ég komin heim eftir að hafa farið í skurðaðgerð vegna gervilið í mjöðm. Öll þjónusta var uppá það besta og aðgerðin tókst vel. Yndislegt hvað við eigum gott heilbrigðiskerfi. Já, það er gott að geta hælt því sem vel er gerr. Takk fyrir mig. 


Nýtt landnám og nýtt tungumál.

Einar Freyr sveitastjóri Mýrdalshrepps var í viðtali á Rás 1 þar sem hann sagði meðal annars að Byggðastofnun veitti þeim Landstólpann sem er viðurkenning fyrir vel heppnað byggðarverkefni þar sem þeir eru fyrstir til að tala ensku í ráðum í hreppnum. Aðfluttir eru yfir 60% og tala annað tungumál en íslensku þar sem ferðaþjónustan er aðal atvinnugrein hjá þeim. Hann nefndi líka þegar forsetinn hafi komið í heimsókn til þeirra sagði hann að þarna væri að hefjast nýtt landnám og nýtt tungumál. 


Frábær þjónusta og dekurferð.

Við fórum til Tékklands á heilsuhótel á vegum Ferðaskrifstofu Eldri Borgara en sú ferðaskrifstofa hefur gert samning við Bag Drop og þvílíkt og annað eins. Ferðatöskur okkar sóttar deginum áður en við fórum og brottfaraskrá sent í síman okkar og við þurftum ekki að bíða í neinni biðröð i Leifstöð heldur fórum bara beint þar sem öryggishliðið er og svo tókum við töskurnar á komustað í Tékklandi. Ég mæli með þessari ferð á þetta heilsuhótel þar sem var boðið upp á svo margt að ég fer ekki í að fjalla um allt sem var innifalið og hvað var hægt að kaupa sem var fjölmargt og mjög ódýrt. Eini gallinn var að starfsfólkið talaði litla ensku en frábær farastjóri Sigrún Sigurðardóttir bjargaði því með sinni snilld. Frábær og ódýr dekurferð eins og alltaf hjá þessari ferðaskrifstofu.


Ský á augasteini

Var í aðgerð í gær vegna skýs á augasteini. Var búinn að bíða í tvö ár eftir þessari aðgerð sem tókst mjög vel. Það voru nokkrir á undan mér á biðstofunni og nokkrir komnir að bíða þegar ég var kallaður upp. Þvílík tækni. Nú þarf ég ekki að nota gleraugu nema þegar ég þarf að lesa. Svo verður hitt augað tekið líka í byrjun janúar. Þótt að maður hafi þurft að bíða svona legi þá getur maður ekki verið annað en þakklátur fyrir þessa aðgerð og þessa frábæru lækna og starfsfólks þeirra. 


Ferð til Vietnam

Fór í ferð til Vietnam með hinni frábæru ferðaskrifstofu KOLUMBUS ÆVINTÝRAFERÐIR. Og eins og alltaf þegar ferðast er með þessari ferðaskrifstofu stóðst allt og "meira til" allt undir frábæri og örugglegri farastjórn Goða Sveinssonar. Hér ætla ég bara að stikla á stóru en nóg er að taka. Hanoi var fyrsti áfangastaður. Allskonar skoðunarferðir sem var hver annari fróðlegri. Svo var farið til Halongflóa og silgt um flógann og gist í Verdure Lotus Cruise fljótabát sem var með t.d. svölum. Svo var það Hue og enn tóku frábærar skoðunarferðir við. Svo var siglt um síkin í Hoi An. Næst lág leiðin til Saigon. Meðal annars var siglt um óseyrar Mekon. Síðan endaði þessi einstaka ferð í baðstrandarbænum Mui Ne í Bint Tuan héraði sem er einn fegursti baðstrandarbær í Suður Vietnam og synt í stórri sundlaug eða í sjónum. Já, hér er stiklað á stóru en ég hef aldrei kynnst öðru eins jákvæðu fólki og þarna og svo voru öll hótelin sem gist var á frábær og maturinn líka og ekki má gleyma verðlaginu sem mjög hentugt fyrir íslendinginn. Og ekki má heldur gleyma ferðafélegum sem voru frábærir. Takk fyri mig KOLUMBUS ÆVINTÝRAFERÐIR.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband