Föstudagsgrín.

Fangavörðurinn á Litla Hrauni veitti því athygli, að fangi, sem nýlega var þangað kominn, hlustaði alltaf með athygli á Passíusálmana í útvarpinu, en það er venjulega haft opið öll kvöld. "Svo þér geðjast að Passíusálmunum" sagði fangavörðurinn. "Nei, alls ekki," svaraði maðurinn, "ég hélt þetta tilheyrði refsingunni."

Svo fann ég þennan: 

Um áttrætt virðist sjálfsagt að hafa hug á konum,

í hjartana er ylur og löngunin að vonum.

Þér finnst það skipta miklu hjá meyjunum að vera,

en manst þá stundum ekki hvað þú ætlaðir að gera.

 

Eftir þennan tíma er löngun best að leyna

og láta ekki glepjast þó konan vilji reyna.

Í átökunum getur sálin gengið öll úr lagi,

þú gætir orðið bráðkvaddur úr ellireiðarslagi.


Gömul grein sem ég sendi í Velvakanda 9. febrúar 2010. Hefur eitthvað breyst?

Rás 2 tímaskekkja?

Þegar Rás 2 var stofnað var það talið nauðsynlegt vegna þess að RÚV var bara eitt á markaðnum og talið var þörf á meiri fjölbreytni sérstaklega með tónlist (fyrir ungu kynslóðina.) Tel ég þá ákvörðun hafa verið rétta. Í dag er Rás 2 með morgun-og síðdegisútvarp. Þess á milli er Poppland og svo einstakir þættir á kvöldin. Nú höfum við einkastöðvar með morgun- og síðdegisútvarp og nóg af stöðvum með tónlist allan sólarhringinn. Til hvers þurfum við Rás 2 í dag? Ef það er fyrir starfsfólkið á stöðinni, þá endilega haldið Rás 2 áfram. Á sama tíma er verið að gagnrýna RÚV fyrir að taka auglýsingartekjur af einka stöðum. Eins og áður var sagt var Rás 2 talin nauðsynleg á sínum tíma vegna skorts á fjölbreytni. Sú fjölbreytni er til staðar í dag. Hvers vegna þarf þá Rás 2? Lokið Rás 2 og lækkið þannig nefskattinn en best væri að taka hann af. Ég tel að RÚV eigi að halda sig eingöngu við "gömlu góðu Gufuna" þ.e.a.s. Rás 1. En samt má hugsa sér að gera Rás 2 að íþróttarás og samtengja hana við Rás 1 þegar ekki er verið að útvarpa kappleikjum. Stjórnmálamenn tala um að það sé nauðsynlegt að vekja sem mestan áhuga á íþróttum því það sé ein besta leiðin til að fyrirbyggja óreglu meðal ungmenna. Best væri þó að RÚV hætti sjónvarpsrekstri og seldi tæki og tól og jafnvel húsnæði. "Ríkið" styrki íslenskt efni og ríkið sparaði milljónir, auk þess fengum engan nefskatt.

-------------

 

 

 


Föstudagsgrín.

Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á leigubílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórn á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentimetrum frá búðarglugga. Í nokkrar sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina myndi valda þessum viðbrögðum. Æ, fyrir gefðu sagði bílstjórinn. Þetta var nú reyndar ekki því sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár. 


KRAFTAVERK.

Kraftaverk er t.d. óútskýrð lækning, endulífgun frá dauða, óvæntur atburður sem þakkaður er guðdómlegri hjálp. En viti menn. Íslenskir blómabændur framleiða blóm sem gera kraftaverk. Auglýsingar frá þeim dynja yfir okkur að blóm geri kraftaverk. Er hægt að auglýsa eitthvað sem stenst ekki. Hefur einhver blómabóndi sýnt fram á að blóm frá honum hefur gert kraftaverk. En höfum það hugfast að blóm geta glatt en kraftaverk gera þau ekki alveg sama hvað þessi auglýsing er oft spiluð. 


Breytingar og gleði.

Við hjónin voru að flytja frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Salan og kaup gengu svo hratt fyrir sig að við ákváðum að skreppa til útlanda í afslöppum og fórum að sjálfsögðu með Ferðaskrifstofu eldri borgara og núna til Madeira í Portúgal í hálfan mánuð. Madeira er afskaplega falleg eyja og hreinleg. Til dæmis sáum við ekkert veggjakrot né maura og enga kakkalakka. Maturinn fyrsta flokks eins og öll þjónusta. Ekki skemmdi farastjórinn Kristinn Blöndal fyrir. Frábær farastjóri eins og allir farastjórar hjá þessar mögnuðu ferðaskrifstofu. Og svo rúsínan í pylsuendanum. Ég var við nám í Barcelona 1970 og hitta þá Íslending sem var líka í námi þar þó allt öðru en ég. Við lentum í ýmsum ævintýrum og höfum svo ekki sést síðan þá. En í þessari ferð hittumst við aftur eftir 55ára aðskilnað og voru mikil fagnarlæti hjá okkur og gamlir tímar rifjaðir upp.


Meistarastykki.

Fór í bíó áðan og sá myndina: Ljósvíkingar. Þarna er á fer algjört meistarastykki að mín áliti. Björn Jörundur var flottur og er þetta leiksigur fyrir hann eins og alla sem komu fram í þessar mögnuðu mynd. 


Englis plís.

Átti erindi í heilsugæsluna í Mosó og ákvað að taka lyftuna þó aðeins um eina hæð væri að ræða þar sem ég er nýkominn úr mjaðmaskipta aðgerð. Og viti menn: Lyftan talar ensku. Door open og svo door close. Þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Bý ég ekki lengur á Íslandi eða hvað??


Kaldhæðni nr. 3.

Kaldhæðni nr.3 fellur niður vegna bloggs Sverris Stormskers. Hvet ykkur að lesa það þó langt sé. 


Kaldhæðni nr. 2

Friðarsinnin Katrín var forsætisráðherra þegar stjórnvöld á Íslandi ákvæðu að kaupa vopn svo hægt væri að drepa Rússneska hermenn. 3oo milljónir og svo 75 milljónir auka fyrir konur í her Úkrænu sem eiga líka að drepa aðra hermenn. Hernaðarandstæðingar mótmæltu eins og svo margir aðrir. Katrín reyndi að koma þessum gjörningi yfir á utanríkisráðherra en auðvita getur hún það ekki því að hún var "höfuð" stjórnvalda á Íslandi þegar þetta var samþykkt og getur ekki skautað fram hjá þessum viðbjóði. 


Kaldhæðni!

Er það ekki kaldhæðnislegt að það séu sjálfstæðismenn upp til hópa sem ætla að kjósa Katrínu? Ástæðan: Jú, "flokkurinn" vill hafa sinn fulltrúa á Bessastöðum svo að mál sérhagsmuna aðila verði ekki stöðvuð. Dapurleg fyrir orðsporð Katrínar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband