Grænlandsferð á vegum Ferðaskrifstofu Eldri Borgara seinni hluti.

Þriðji dagur þessar ævintýraferðar 27-09-21 byrjaði snemma. Fyrst var farið til Narsaq og sá bær skoðaður og snæddur hádegismatur. (staðurinn er í eigu Íslendings). Og næst byrjaði ævintýrið fyrir alvöru og var þó margt skemmtilegt og fróðlegt búið. Siglt var inn Qooroq Icefjord (Ísfjörðinn) þar sem stórir ísjakar fljóta um í firðinum. Vorum á þrem bátum sem voru festir saman þar sem jökulinn skreið fram í sjóinn. Þar var okkur boðið upp á hvítvín með "alvöru" klaka sem var tekinn úr einum ísjakanum. Útsýnið þarna var dásamlegt hvert sem litið var. Ekki skemmdi veðrið fyrir en það var sól og logn eins og alla hina daganna. Það er hægt að fara inn á ferðaskriftofa eldri borgara og skoða myndir úr þessar mögnuð ferð sem og öðrum ferðum. Ég mæli eindregið með þessari ferðaskrifstofu. Allt sem sagt var gekk eftir og farastjórn Sigurðar K. Kolbeinsonar og Johns voru 100%. Takk fyrir mig og mína. Bíðum spennt að fara í fleirri ferðir með þessari frábæru ferðaskrifstofu. 


Ferðaskrifstofa Eldri Borgara slær enn og aftur í gegn.

Við hjónin fórum til Grænlands á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara þann 25.sept og var uppselt í þessa ferð eins og í flestar ef ekki allar ferðir á vegum þessara frábæru ferðaskrifstofu sem ég mæli eindregið með. Þetta var dásamleg og vel skipulögð ferð. Ætla ég bara að stikla á stóru núna. Strax fyrsta daginn var farið í skoðunarferð. Qassiarsuk sem áður var Brattahlíð bær Eiríks Rauða. 26. sept. dagsferð til Iqaliku sem áður var biskupssetur og var nefnt Garðar. 27.sept. dagur þrjú toppaði svo allt sem hægt var að toppa! Hér náði ferðin hámarki og mun ég gera henni betri skil síðar. Öll framkvæmd og skipulag var fyrsta flokks. Farastjóri í þessari mögnuðu ferð var Sigurður K. Kolbeinsson auk þess var með honum John sem veit nánast allt um Grænland og fylltu þeir okkur af fróðleik og ekki skemmdi veðrið fyrir en alla þessa daga var sól og logn. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband