Dásamleg Aðventuferð með Ferðaskrifstofu Eldri Borgara.

Við hjónin fórum í Aðventuferð til Köben með Ferðaskrifstofu Eldri Borgara þann 12 desember til 15 des. Var það aukaferð vegna mikillra vinsælda. Það er of langt mál að fara yfir alla atburðina en í stuttu máli var gönguferð með Ástu Stefánsdóttur um slóðir Fjölnismanna og líka farið í Jónshús þar sem Halla Benediktsdóttir fór yfir sögu húsins. Fengum mikinn fróðleik frá þessum frábærum leiðsögukonum. Svo var sigling þar sem jazztónlist var leikinn af The Scandinvian Rhythm Boys á milli þess að fararstjórinn Sigurður K. Kolbeinsson rakti það sem fyrir augu bar. Ógleymanleg ferð og vel skipulögð og ekki skemmdi það fyrir að Guðni Ágústsson var með í þessari ferð og fór mikinn eins og honum einum er lagið. Allt stóðst 100% hjá  Ferðaskrifstofa Eldri Borgara.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband