Föstudagsgrín

Hér kemur einn að hætti Jóhanns en svo kem ég með mína "langloku" á föstudaginn kemur. Ef þú lesandi góður lúrir á einni góðri látta hana þá koma hérna! 

Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórnar á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentimetrum frá búðarglugga. Í nokkrat sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina mundi valda þessum viðbrögðum. Æ, fyrirgefðu sagði bílstjórinn, þetta var nú reyndar ekki þín sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, en ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár. 


Föstudagsgrín

Fimm fimmaurar um homma: 1. Gafst upp á endanum. 2. Gat ekki rassgat. 3. Dróst afturúr. 4. Eilíf afturför hjá honum. 5. Sá hélt áfram því hann gat ekki hugsað sér að snúa aftur. 

Næst eru það iðnaðarmenn t.d. Trésmiðurinn sem varð að hætta því hann rak við í lógan á sér!

Í Edinbort hafði þjófur brotið rúðu í sýningarglugga skartgripaverslunar og stolið dýrgripum fyrir mikið fé. Þjófurinn náðist daginn eftir þegar hann kom í verslunina til þess að ná í hamarinn sem hann hafði brotið rúðuna með!

Hvaða hávaði er þetta í herberginu hér við hliðina? Þetta er bara hún Sigga gamla að tala við sjálfa sig. Af hverju hefur hún svona hátt? Æ, hún heyrir svo illa kerlingargreyið!

Veistu hvað stendur á legsteini opinbers starfsmanns? Nei. Hér hvílir hann áfram!

Jón Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum var eitt sinn að láta nemanda þýða úr dönsku og kom þar fyrir málshátturinn: Af skade bliver man klog. Nemandinn þýddi: Af skötu verður maður klókur. Þá sagði Hjaltalín: Jahá, Mikið þyrfir þú að éta af henni!

Laufey Valdimarsdóttir var eitt sinn á ferð í bíl með nokkrum kvenréttindakonum. Þær töluðu margt um sín áhugamál, og þótti bílstjóranum þær halla allmjög á karlmennina. Hann sagði því: En guð skapaði þó Adam á undan Evu. Já, svaraði Laufey, en það var bara af því, að hann var að æfa sig!

Prestur nokkur var að hugga ekkju, sem nýlega hafði misst mann sinn, og sagði meðal annars, að hann væri nú kominn til betri heimkynna. Þá segir konan með þykkjusvip: Á þetta að vera sneið til mín!

Listmálari hér í bænum var að sýna gesti sínum nokkur málverk eftir sig, og þar á meðal var andlitsmynd af stúlku. Þegar gesturinn hafði athugað myndina nokkra stund, sagði hann: Mér sýnist myndin prýðilega gerð, en hvers vegna valdir þú svona herfilega ljótan kvenmann til að mála? Hún er systir mín, sagði málarinn. Æ, fyrirgefðu, sagði þá gesturinn. Ef ég hefði athugað myndina betur, þá hefði ég getað séð, hvað þið eruð lík.

Jæja, þá er það K. N.: Ekki ný saga:

Hjá konum bæði og körlum 

hann kærleiksylinn fann,

elskaður og virtur af ölllum,

sem ekki þekktu hann.

---------

Stirðnar tunga og dvínar dáð,

dregst að nóttin kalda,

horfið er allt, sem hef ég þráð,

hvers á ég að gjalda?

Stefið margt, sem frá mér flaug

fyrr til ungra svanna,

gref ég upp úr öskuhaug 

endurminninganna. 

------

Mig langar stundum að lyfta mér ögn

og lífga með kvæðum og söng.

Mér leiðist hin eilífa þunglyndis þögn,

því þá urðu kvöldin svo löng.

-------

Jæja, þá er það "Gráa svæðið": Það voru prestkosningar og þótti einn presturinn mikill kvennabósi sem ekki öllum líkaði. Þá var þessi til:

Heldur réna fylgið fer,

flestir gegn þér rísa,

en ef þú skærir undan þér,

ættirðu kosningu vísa.

----

Er við sáum áfram líða 

allan þennan meyjafans,

þyngdarlögum hætti að hlýða

hluti nokkur líkamans.

----

Heldur fitlar faglega,

fer með tittling haglega,

hún Gunna litla, laglega

sem lostinn kitlar daglega. 

-------------

Svo hin góða sauðfjárrækt

sveitir megi prýða,

þarf að kenna hægt og hægt

hrútunum að ríða. 

Jæja, þá er þetta komið núna, en Jóhann bað mig að taka við föstudagsgríninu og vonandi var þetta í lagi. 

 


Bjór-No Bordes-Sund

Keypti mér ódýran og góðan bjór fyrir páska. Hann kostaði 166 stk. Fór svo aftur í Ríkið til að kaupa hann aftur. En nei, núna kostar hann 229 stk. eða tæp 40% hækkun! Íslensk framleiðsla lengi lifi! Gallerí Fold býður nú upp á góðgerðauppboð fyrir No Bordes! Ætli ferðaþjónustan bjóði ekki grimmt  í verkin?  Að lokum þetta: Hvers vegna er ekki hægt að opna t.d. eins sundlaug á höfuðborgarsvæðinu fyrir eldri borgara??


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband