27.6.2025 | 10:33
Föstudagsgrín og bland í gríni
Vinurinn var orðin 67 ára og þá eldri borgari og hættur að vinna. Nú ætlaði hann að láta gamlan draum rætast og keypti sér mótorhjól. Svo gekk hann í mótorhjólaklúbb og var sagt að þeir hittast einu sinni á mánuði og sagt staður og tími og bætt við að þeir kæmu þá með blómarósirnar sínar með sér. Blómarósir hvað meinaru spurði vinurinn. Jú, dömurnar okkar. Vinurinn fékk loksins konuna sína til að koma með sér og hitta félagana. Nú ég sé að þú komst með þína blómarós var sagt við hann. Ég get nú varlað sagt það sagði vinurinn en ég kem hérna með þurrskreytingu!!
Gleymska: Maður nokkur sem byggði hús fyrir 50 árum sagði svo frá: Ég gleymdi að setja kjallara undir húsið svo að ég setti hann bara ofan á það!!
Ungur mað var á fylliríi með vini sínum í Reykjavík og missti af vini sínum og ráfaði um götur og lenti síðan á bænasamkomu settist þar á bekk og sofnaði. Vaknar hann svo við það að maður klappar á öxlina á honum og segir: Hefur þú fundið Krist? Pilturinn sprettur upp með andfælum og svarar: Er hann nú týndur líka!!
Konan mín er alltaf að tala um fyrri eiginmann sinn. Það er nú ekkert. Konan mín er alltaf að tala um þann næsta!!
Hve lengi hefur þú verið ekkjumaður? Alveg frá því að konan mín dó!!
Á árshátíðum í Hafnarfirði eru yfirleitt tvær hljómsveitir. Önnur spilar eingöngu fyrir þá sem vilja dansa en hin spilar alls ekki neitt. Hún er fyrir fólk sem vill ekki dansa!
Að komum tvær vísur frá Hákoni Aðalsteinssyni:
Spurningunni um hvað karlmenn hafi fram yfir konur svarað:
Oft má glaðan öðling sjá
út í náttúrunni.
Hafa báðar hendur á
hengiplöntu sinni.
Hvað hafa konur fram yfir karlmenn:
Þetta flækist fyri mér
þó flest ég viti og þekki.
Þessari spurning þvælin er
þetta veit ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2025 | 10:02
Sýning í Listasafni Íslands
Núna stendur yfir í Listasafni Íslands yfirlistsýning á málverkum Kristjáns H. Magnússonar og stendur til 14 september. Samhliða þessari einstöku sýningu kom út yfirgripsmikil bók um ævi og verk Kristjáns í ritstjórn Einars Fals Ingólfssonar. Þakkar hann sérstaklega Rakel Olsen athafnakonu frá Stykkishólmi fyrir hennar framlag til þessara bókar. Eiginkona Kristjáns var Klara Helgadóttir sem var systir móður minnar. Þetta er sýning sem allir ættu að skoða og ég tala nú ekki um að kaupa þessa einstöku bók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2025 | 13:34
Er ekki allt í lagi eða hvað?
Ég er í félagi eldri borgara og fékk "póst" frá þeim hvort ég væri til í að taka þátt í könnun um svefn? Jú, hugsaði ég og byrjaði að svara spurningum og svo kom að því að spurja mig um kyn. Hvort ég væri karlkyn, kvenkyn, kynsegin/annað kyn. Er ekki allt í lagi eða hvað? Ég vissi ekki að kynin væru orðin fleirri en tvö?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2025 | 10:29
Föstudagsgrín og tveir 5aurar!
Bóndi nokkur átti sjö börn allt stelpur. Eina sem hann þráði var að eignast son. Svo varð konan hans enn og aftur ólétt. Bóndinn fór þá til prestins og sagði honum raunir sínar og bað prest hvort hann gæti nú ekki talað við "almættið" svo hann mundi nú eignast son. Prestur tók vel í þetta og lofaði að gera sitt besta. Löngu síðan hittir bóndi prest og spyr hvernig hafi gengið. Prestur segir að bóndinn þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé búinn að ganga frá þessu við "almættið". Kemur svo að bóndakonan fæðir barnið og viti menn: Aftur stúlka. Líður svo að það þurfi að skíra barnið. Og hvað á barnið að heita spyr prestur bóndann. Bóndinn horfir stíft í augu prestins og segir: HÚN á að heita: GUÐ-LAUG!
Stúlka tók leigubíl og bað hann að keyra sig á fæðingadeildina en bætti svo við: Þú þarft ekkert að flýta þér, ég bara vinn þar!
Önnur stúlka hafði áhyggjur að hún gæti ekki eignast barn og spurði lækni sinn hvað hún gæti gert? Læknirinn sagði henni að þetta gæti verið ættgengt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2025 | 09:21
Föstudagsgrín (þrjár stuttar)
Kaskótrygging.
Maður nokkur kom inn í Sjóvá og bað um tryggingu. Hann var spurður hvort hann vildi líftryggingu eða brunatryggingu? Hvort tveggja því ég er með staurfót!
Veiðiferð.
Sami maður fór í veiðiferð til Mývatns ásamt vini sínum. Sagði hann ásigkomulag vinarins væri ekki gott enda vinurinn verið mjög drukkinn og mýflugurnar hefðu fengið "delerium tremens" af því að stinga hann!
Hákon.
Hákon skógræktarstjóri frétti að ung stúlka sem hann kannaðist við hefði trúlofaði sig í áttunda sinn sagði hann að hún væri eins og tré. Einn hringur árlega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2025 | 10:29
Föstudagsgrín
Breskur "Lord" og MP maður kom degi of snemma heim til sín eftir mjög merkilega ferð erlendis. Og viti menn, hann fann konu sína upp í rúmi með ungum manni. Hann labbar að rúminu og segir við konu sína: Þar sem ég er þekktur og virtur maður vil ég ekkert hneyksli. Ég mun hafa samband við lögfræðing minn til að finna út hvernig ég get brugðist við þessu atferli þínu og bætti einhverju fleirru við. Þegar hann var svo á leiðinni út úr herberginu stoppaði hann og sagði við unga manninn: Og hvað þig varðar ungi maður þá hefðir þú nú alveg getað hægt á þér rétt á meðan ég var að tala!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)