9.9.2020 | 16:21
Jesú í anda Þjóðkirkjunnar!
Það er búið að ræða og skrifað mikið vegna útspil Þjóðkirkjunnar til að ná til ungs fólks. Þar er Jesús látinn vera með t.d. kvennmanns brjóst og varalit. Það eru samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar Pétur G. Markan og líka Séra Hildur Björk Hörpudóttir sviðsstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar með samþykki Agnesar M. Sigurðardóttir biskups Íslands sem standa að þessu. Nú vill svo vel til að á morgun (10unda september) er Kirkjuþing þar sem meðal annars Halldór Gunnarsson fyrrverandi sóknaprestur vill að biskup verði áminnt fyrir að samþykkja þessa auglýsinu sem Auglýsingastofan Aldeilis gerði og Lára Garðarsdóttir teiknaði. Ef prestar landsins staðfesta að þessi afskræming á Kristi sé í lagi mun ég segja mig úr þessar Þjóðkirkju því ég á þá enga samleið með þessu fólki sem finnst þessi gjörningur vera í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)