Frumsýning á Sumar á Sýrlandi

Ég keypti miða í forsölu á frumsýninguna Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum þann 15. október kl 9. En viti menn, það var uppselt mjög fljótlega. Þá er bara að koma með aukasýningu. Hún var sett á sama dag en um daginn. Á undan frumsýningunni! En það var ekki nóg. Það var líka uppselt á þá sýningu. Nú voru góð ráð dýr. En enn er vona, og nú kom ný sýning þann 14. okt. degi á undan frumsýningu og aukasýningu. Hvað er í gangi! Frumsýningin mín er orðin að þriðju og síðustu sýningu!!


Tekur þetta aldrei enda?

Hvað er á seyði? Það fannst smá blettur við Skúlagötuna og er verið að byggja þar turn! Hve hátt hann á að fara veit ég ekki en þetta er þvílíkur ósköpnuður og það virðist enginn fjalla um þennan turn. Og hverjir eiga svo að vinna í ósköpniðinum? Það er að sjálfsögðu ekkert mál bara að flytja inn vinnuafl. Svo er kominn rauður kross við hliðina á Sólfarinu hans Jóns G. Árnasonar við Sæbraut. Er hann á vegum Reykjavíkurborgar? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband