4.4.2020 | 22:25
Gamlar vísur nr. 15
170. Eftir Sigurð Breiðfjörð.
Biðin þytur rúnar hafna
reiðin flytir skeiðunum,
skeiðin brytur brúir skafla
á breiðum hvítings heiðunum.
171. Lausavísa.
Fjáðu lýðir król á hól
hól þar færri bera,
kváðu viðis sólar sól,
sólin skærri vera.
172. Eftir Þorst. Erlingsson.
Sljettu bæði og forni hjá
heldur Græðir anda
meðan hæðir allar á
aftanklæðum standa.
173. Vísa þessi er eftir Júlíonnu skáldkonu.
Að fara á skíðum, styttir stund
stúlka fríða spenna mund,
sigla um víði hrína-hund
hesti ríða sljetta grund.
174. Eftir Ólaf nokkurn Bergsson.
Þó að Páli bresti brá
bili Grím að skrifa
og Þorsteinn líka falli frá
ferhendurnar lifa.
175. Eftir Sigurð (...?) Helgason.
Á svo háum aldri sá jeg fáa,
firða stirða fáum ljá,
fella að velli sráin blá.
176. Eftir Símon Dalaskáld.
Gesti hresti,grand ei bresta náði
mesti og besti maður var
mestu og flestu listir bar.
177. Eftir Sigurð Breiðfjörð.
Á haukum lóna leiðanna
lítur (níta) megni,
skaut á trjónum skeiðanna
skalf í tónum reiðanna.
178. Lausavísur.
Brag jeg laga lýðum hríð
við ljóðin fljóðin una,
fagran slag nú bíðum bíð
bjóði móðu funa.
179. Fljóast brjóta fá jeg má
fræða ræðu kvæða,
njótur spjóta nái fá
næði og gæði hæða.
180. Eggja branda þund á það
þundarbranda eggja,
leggja banda ekru að
ekrur batna leggja.
181. Versa þessa linnir ljóð
lýður kvæði þiggi,
hressi blessi fríðu fljóð
fríður hæða tyggi.
182. Gletti andi hulin hátt
hljóðum móðum endi,
sljettubandin þulin þrátt
þjóðum góðunn sendi.
183. Dettur ljettur háttur hjer,
hræðist fræðist lyndi,
rjettur settur máttur mjer,
mæðist græðist yndi.
184. Þórður orðin herðir hörð
hirðir sverða glaður,
stirða mærða gerði gjörð
girðir korða hraður.
185. Tveir góðir hagyrðingar Ari Sæmundsson og Olafur Briem voru saman þá segir Ari .
Þarna er staupið settu sopan
sem á fanna þinna grunn,
Olafur svarar strax.
Farna! raupið rjettan ropan
renna fann jeg inn í munn.
------------------
Komið í kvöld. Meira síðar og stuttar!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2020 | 14:52
Gamlar vísur nr. 14.
Nú er góður tími að setja inn nokkrar vísur.
155. Vísa þessi er eignuð sera Jóni Þorlákssyni sem var prestur í Selárdal.
Grundar dóma hvergi hann
hallar rjettu máli,
stundar sóma aldrei ann
illu pretta táli.
156. Eftir Sig. Breiðfjörð.
Lifnar hagur nú á ný,
mjer er bragur spunninn,
hlýr og fagur austri í
upp er dagur runninn.
157. Gísli nokkur á Skörðum kveður svo:
Jeg mun svelgja eins og var,
öls og fjelga kaupum.
Þó skinhelgir hræsnarar
hafi velgju á staupum.
158. Páll Ólafsson kveður svo.
Sunnan vindar fjöllum frá
fönnum hrinda síðar,
grænum lindum girðir þá,
grundin, lindar, hlíðar.
159. Eftir sama.
Folin ungur fetar ljett,
fjallabungur, grundir,
fen og sprungur fór á sprett
fjöllin sungu undir.
160. Eftir sama.
Hleypur geyst á alt hvað er,
vindur reist að framan,
þjóta neistar þar og hjer
þetta veistu er gaman.
161. Úr "rinnu".(rímu)
Valla sallar vargur sá
valla galla bar hann,
falla spjallið fræða má
fallegur allur var hann.
161. (Aftur, svona er það bara innskot frá mér). Gömul vísa.
Gosi fór að gera vísu,
í gasalegu drykkju masi.
Gosi týndi einni ýsu
í asalegu heimsku þrasi.
162. Eftir Sigurð Breiðfjörð.
Fjell í valinn elli alin
æða græða klæðir svæði
svella kvalir hrelli halinn
hræðis næði en glæðist mæði.
163. Eftir sama.
Örvar hellast ógnir hrella
iður vella blóðlitaðar
svellin skella fólk og fella
feigð um velli köstum raðar.
164. Árni Böðvarsson skáld á Ökrum kvað:
Háttur ljettur, þáttur þjettur
þeygi rjettur fer,
máttur settur, dráttur dettur,
dregin sljettur er.
165.
Oft er æði í annríki,
oft er kvæði gleðjandi
oft er ræði í útvari
oft er næði þreitandi.
166. Eftir eitthvern Hallgrím Jonsson læknir.
Hún gat sjéð af hundsfylli
hún gat ljéð eitt rúmbæli,
hún var svona hress við vég
hún var kona rausnaleg.
167. Þessi er eftir Hannes Bjarnason prest í Ríp.
Sú var fríðust drósa drós,
dyggð og tryggðum vafin,
sannnefnd viðis ljósa ljós,
landsins priði hrós og rós.
168. Gömul vísa. Bólu Hjálmar.
Sumir völvu sanna spá
sumir fölvir hnigna þá,
sumir mölva sverðin blá
sumir bölva en höggin fá.
169. Ort um mann er hjet Skalli sem hafði exi með skalla í hendi að vopni.
Heggur Skalli í harðan skalla
hann brá skalla viður,
otaði skalla undir skalla
og í því skall hann niður.
-----------------------
Held svo áfram síðar. Slatti eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2020 | 17:32
Gamlar vísur nr. 13
Jæja þá ætla ég að halda áfram með þessar gömlu vísur sem ég fann í dánabúi föðurs míns:
138. Kristján Jónsson kveður þannig:
Sælt er að elska og elska heitt
af ungri silkihlíð.
En hvað fær framar af sjár leitt
armæðu, böl og stríð.
139. Lausavísur:
Sela dala bála bil
baldur vildi skjala.
Vjela skal við ála yl
aldrei hildi fala.
140.
Þvingar angur hringaheið
hungrið stranga spennir
syngur anga löngum leið
lungun ganga í henni.
141.
Mörgum manni bjargar björg,
björgin hressir alla.
Eru að sækja björg í björg
björgulegt er valla.
142.
Sumarling og sumarþrá
sumar vakna lætur,
sumar í auga sumar í brá
sumar við hjartarætur.
143. Maður var á ferð undir fjallinu "Strútur" sem er nálægt Kalmannstungu.
Lyngs við byng á grænni grund
glyngra og syng við stútin
þvinga jeg styngan hófa hrund
hringin í kringum "Stúrinn"
144.
Vondra róg ei varast má
varúð þó menn beiti,
mörg er Gróa málug á
mannorðsþjófa Leiti.
145.
Veröld fláa sýnir sig,
sú mjer spáir hörðu,
flestöll stráin stinga mig
stór og smá á jörðu.
146.
Þorri bjó oss þröngan skó
þennan snjóa vetur
en hún góa ætlar þó
að oss róa betur.
147.
Nú er hlátur nývakinn
nú er grátur tregur
nú er jeg kátur nafni minn
nú er jeg mátulegur.
148.
Svona vil jeg sjá hana,
svona horfa á hana
fríða vil jeg fá hana
hjá föðurnum sem á hana.
149.
Þú ert Manga þægileg
þar um ganga sögur,
æ mig langar að eiga þig,
eikin spangafögur.
150. Bragaháttur stuðlafall.
Oddur blauði óttast rauðan dauðan
hann er versta um hauður gauð,
hann er mesta skauð í nauð.
151.
Fyr skal randa rjóðum brandur granda
en að fjandinn flái sá
fái sanda brái gná.
Bragaháttur stikluvik.
152.
Hjalla fyllir fenna dý
falla vill ei kári,
valla grillir Ennið í
alla hrellir menn við því.
153. Bragaháttur "Útkast"
Sigurður á Barði barði
bogin Steina,
inn við hurð sig Varði varði
verkum meina.
154. Símon Dalaskáld hefur ort vísu þessa.
Skáld í landi frjáls og frí,
forðast andar grandið,
hjónaband ei þolir því
þetta vonda standið.
------------------------
Komið í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2020 | 15:09
Rás 2 tímaskekkja.
Fann grein eftir mig frá því herransári 2010 i Velvakanda 9.febrúar. Mér finnst hún eiga rétt á sér í dag eins og fyrir 10 árum.
Þegar Rás 2 var stofnuð var það talið nauðsynlegt vegna þess að RÚV var bara eitt á markaðnum og talið var þörf á meiri fjölbreytni sérstaklega með tónlist (fyrir ungu kynslóðina.) Tel ég þá ákvörðun hafa verið rétta. Í dag er RÁS 2 með morgun-og síðdegisútvarp. Þess á milli er Poppland og svo einstakir þættir á kvöldin. Nú höfum við einkastöðvar með morgun-og síðdegisútvarpi og nóg af stöðvum með tónlist allan sólarhringinn. Til hvers þurfum við RÁS 2 í dag? Ef það er fyrir starfsfólkið á stöðinni,þá endilega haldið RÁS 2 áfram. Á sama tíma er verið að gagnrýna RÚV fyrir að taka auglýsingartekjur af einka stöðum. Eins og áður var sagt var RÁS 2 talin nauðsynleg á sínum tíma vegna skorts á fjölbreytni. Sú fjölbreytni er til staðar í dag. Hvers vegna þarf þá RÁS 2? Lokið RÁS 2 og lækkið þannig nefskattinn en best væri að taka hann af. Ég tel að RÚV eigi að halda sig eingöngu við "gömlu góðu Gufuna" þ.e.a.s. RÁS 1. En samt má hugsa sér að gera RÁS 2 að íþróttarás og samtengja hana RÁS 1 þegar ekki er verið að útvarpa kappleikjum. Stjórnmálamenn tala um að það sé nauðsynlegt að vekja sem mestan áhuga á íþróttum því það sé ein besta leiðin til að fyrirbyggja óreglu meðal ungmenna. Best væri þá að RÚV hætti sjónvarpsrekstri og seldi tæki og tól og jafnvel húsnæðið. "Ríkið" styrkti íslenskt efni með útboðum. Þá fengjum við mun meira af íslensku efni og ríkið sparaði milljónir, auk þess fengum við engan nefskatt.
----------------
Svona var það fyrir 10 árum. Ég held svo áfram með gamlar vísur síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2020 | 20:45
Gamlar vísur nr. 12
122. Einu sinni var Símon Dalaskáldi sem kallaður var gefin trefill og eitthvað fleira,gjöfina þakkaði hann með að senda gefanda vísur þessar á miða:
Leikur sjer við lítil börn
lukkan sem að styðji.
Hjer á Eyrarbakka Björn
Blöndal Guðmundsniðji.
123. Gjafmildur hann ætíð er
og æsku blóma gæddur.
Sjötta dagin Desenber
drengurinn er fæddur.
(innskot frá mér: Faðir minn var fæddur i "Húsinu" á Eyrarbakka og afi var þar kaupfél.stjóri eða faktor eins og það hét þá og þar sem ég á sama afmælisdag og Björn þessi sem var bróðir pabba þá fékk ég ættarnafnið.)
124. Til heimasæturnar:
Heimasætan hýr á lund
heldur kvik á fæti.
Hefur marga myrkra stund
mjer synt blíðulæti.
125. Guðm.Pjeturs og Aron Guðbrandsson áttu oft í illdeilum til (hans)Arons orti GP þessa:
Svo að endir okkar raus
að ofan í þig jeg skíti.
Neyð er að fara nestislaus
og nakin ofan í víti.
126. GP var "kendur" einu sinni þá kvað hann:
Eg gríp hvern guða veig
að gleðja mína sál
og titra við hvern teig
er tendrar hjartans bál.
127. Þessi er eftir sama:
Þótt heimurinn ríði af róstum
og reiði við örlaga dýs.
Að krjúpa að kvennabrjóstum
er karlmannsins paradís.
128. Lausavísa:
Lömb í haga leika sjer
lifna blóm í dölum
hátíð búin okkur er
inst í fjalla sölum.
129. Litlu lömbin leika sjer
ljóst um grænan haga,
þegar þau sjá að ekki er
úlfurinn þeim til baga.
130. Eitthverju sinni fóru fram kapphlaup fyrir vestan hjet annar beljakinn Skafti. Páll Ól. var þarna viðstaddur og var spurður hvernig hafi gengið til hann kvað:
Hvað er í frjettum? Skafti skall,
enn skall þó ekki á grúfu.
Það var mikið feiknarfall
hann flatti út stærðar þúfu.
131. Þetta er haft eftir Einari Sæmundsen:
Nú á jeg konu,nú á jeg strák
nú á jeg belju.
Þetta er alt í þarfir landsins
þetta er auður skógarmannsins.
132. Þorsteinn Erlingsson, segir:
Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga,
mjer hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
133. Eftir Bjarna Thorarensen:
Ekki er holt að hafa ból
hefðar upp á jökultindi,
af því þar er ekkert skjól
upp fyrir frosti, snjó nje vindi.
134. Einar Benediktsson, segir:
Leið er hál um urð og ál
uppi er stál við fætur bál
dult finst tál og dyrt finst þrjál
dygg skal sál og fast skal mál.
135. Matthías Jochumaaon segir:
Frú því á táp þitt og fjör
og frú því á sigur hins góða
ilskunnar stoltasta stál
stenst ekki kærleikans egg.
136. Sami segir:
Hræðslu síst þótt heljar skaft
hrynji á flugum árum,
vakir lífsins eilíft afl
undir djúpum bárum.
137. Hjálmar Jónsson (Bólu Hjálmar)kveður svo:
Víða til þess vott jeg fann,
þótt venjist tíðar hinn
að guð á margan gimstein þann
er glóir í mannsorpinn.
-------------
Þetta læt ég duga núna. Held áfram næst þegar ég verð í sturði!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2020 | 16:32
Gamlar vísur nr. 11
112. Stika mása stori klás
stolin svásum vonum.
Ryðst á básin rauði ás
rænir krás frá honum.
113. Það vildi jeg væri komin kvurt
kannske eitthvað langt í burt.
Vantaði hvorki vott né þurt
svo væri aldrei til mín spurt.
114. Yfir kaldan Eyði-sand
einn um nótt jeg sveima.
Nú er horfið Norðurland
nú á jeg hvergi heima.
115. Nú er mjer á kinnum kalt
kuldinn bítur auði,
ekki finn jeg fje mitt alt
fjóra vartar sauði.
116. Löngum var jeg læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kongur, kennari,
kerra, plógur, hestur.
117. Undir væng í kletta kví
krummi nefi stingur.
Fossaniður eyrum í
allan dagin syngur.
118. Mín er orðin veikuð von
vonin sem er dáin.
Því að Náhrafn Náhrafnsson
nöldrar við feiðar skjáin.
119. Einu sinni þá Guðm.Isleifsson sat á kamri sínum þá höfðu eitthverjir krakkar hent stein á kamarrúðuna og brotið hana. Fjellu þá glerbrot á Guðm. svo blæddi úr honum. Þá kvað Einar E. Sæmundsen:
Nálægt Regin mæta mjer
margir svívirðingar,
gefist vestar hafa hjer
holdsins glerneglingar.
120. Í nefið taka nú er mál
menn ei vaka lengur
heldur slaka hef jeg sál
hún til baka gengur.
121. Einar Sæm. bað mann um að botna vísupart þennan:
Burtu flæmist friðurinn
fyrða tæmist gaman.
Maðurinn svaraði:
Einar Sæm og Andskotinn
eru að klæmast saman.
---------------
Næst kemur Símon Dalaskáld við sögu ættinga mína og ýmislegt fleirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2020 | 13:04
Gamlar vísur nr. 10
Jæja þá ætla ég að byrja á "seinni hálfleik".
100. Eiga vildi jeg Erlend prest
yfirsæng og kodda.
Væna kú og vakran hest
og vera frú í Odda.
101. Þorsteinn Gíslason, kveður svo við koppin sinn:
Þú er fríður breiður blár
og bjartar lyndir þinnar.
Þú ert víður heiður hár
sem hjartans óskir minnar.
102. Þessi vísa er eftir sama.(Eða Stgr.Th.)
Vor er indæl jeg það veit
óskar kveður raustin,
ekkert fegra á fold jeg leit
en fagurt kveld á haustin.
103. Maður sem kallaður var "Gosi" og átti heima fyrir norðan eignaðist einu sinni tvíbura þá var sagt:
Gosi átti Gosa von
með Gosu móðir.
En svo kom Gosi Gosason
og Gosa bróðir.
104. Lausavísur:
Jarpur skeiðar fljótur frár
finnur reiðar ljónið.
Snarpur leiðar gjótur gjár
glimur breiða frónið.
105. Fallegan fótin Skjóni ber
framan eftir hlíðunum
af góðum var hann gefin mjer
gaman er að ríða honum.
106. Á Eyrarb.voru smíðaðir 2 "motorbátar" og sama dag og þeir voru á sjó settir gifti sig maður að nafni Símon á Gamla-Hrauni. Þá kvað Guðm.Bóksali Guðmundsson:
Sama dag og Simba gaf
Sjera Gísli meyju.
Eyrbekkingar íttu á haf
Öðlingi og Freyju.
107. Og þessa líka:
Eru komin út á lón
yngissveinn og meyja.
Una þar sem egtu hjón
Öðlingur og Feyja.
108. Sigurður Breiðfjörð kveður þannig:
Ástin hefur hýra brá
en hendur sundur leitar.
Ein er mjúk en önnur sár
en þó báðar heitar.
109. R vísa:
Argur borar ungur urg
argur kargur meðan sarg.
Færar lurgur fjargur durg
fargast margur garðs við starg.
110. Maður fjell af hestbaki hann kvað:
Ég hlaut að stauta blauta braut
skrikkjótt nokkuð gekk.
Hún þaut og hnaut í laut
hnikk með rikk í skrokkin laut fjekk.
111. Einu sinni voru veitt verðlaun fyrir að botna vísnpart þennan:(Ólafur Briem)
Er til grafar komu kurl
kappar landsins átu snarl.
Svarið var. Eftir þúsund ára nurl
ægði þeim að launa jarl.
-----------------------
Komið núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2020 | 20:45
Gamlar vísur nr. 9
87. Mikið er jeg minni enn guð
máski það geri syndin.
Á átta dögum alsköpuð
er nú kirkju grindin.
88. Akunn gála. (Sigfús snikkari)
Eg er ei nema skaft og skott
skrautlega búin stundum.
Engri skepnum geri gott
geng í lið með hundum.
89. Það því veldur að jeg er
einn í nótt að sveima,
(heiptar)eiddi mjer
að jeg dveldi heima.
90. Þessi vísa er eftir Freistein Gunnarsson.
Samviska ber merki þess
sem maður hefur gjört.
Mín var áður móalótt
en mína er hún svört.
(P J)
91. Aldrei skaltu rjúpur elta
upp um heiðar.
Heima eru götur greiðar
og gott að fara á lóm-veiðar.
92. Margur sá er dansar dátt
um dimmar nætur.
Daginn eftir dapur grætur
og dregist með ólund seinast á fætur.
93. Einhverju sinni kom út kvæði eða bragur undir dulnefni og ætluðu margir að væri eftir Grím Tomsen. Það kvað Páll Ólafsson:
Ekki er þetta eftir Grím
eða hvernig spirðu.
Það er miklu míkra rím
en meistaraljóðin stirðu.
94. Guðm.Pjetursson orti vísu þessa til Guðm.Arons:
Aron sjútir ódaun hlands
orðin tík af vífni manns,
úr eidurdreggjum illa Brands
óska maður Suðurlands.
95. Lausavísur:
Ekkert framar eikur mjer
yndislegar stundir.
En lesa Þorstein ljóðakver (=Erlingssonar)
og bíða Svönu um grundir.
96. Guðmundur með glerhattinn
gengur fyrir kapmanninn,
rífur sundur reikninginn
(rækals)ljóti (þrasararinn).
97. Þessi er eftir Pál Ólafsson:
Illa fengin auður þinn
áður en líkur nösum.
Aftur týnir Andskotinn
upp úr þínum vösum.
98. Lausavísur:
Þó að stundum svíði sár
og svelli kapp í blóði,
verður sjerhvert æfi ár
eign í sparisjóði.
99. Gott er að eiga gæðin flest,
góða jörð og sauðfje mest,
góða konu og góðan prest
góða kú og vænan hest
-------
Næst byrja ég á vísu nr. 100
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2020 | 15:30
Gamlar vísur nr. 8
76. Ekki veit jeg eftir hvern hestavísa þessi er. (Páll Guðmundsson):
Sjeð hef jeg Apal fáka fremst
frísa gepa yða.
Ef að skapið í hann kemst
er sem hrapi skriða.
77. Maður nokkur sem var þunglyndur orti þessa um veröldina:
Leiðist mjer heimsins lasta brellur
leiðist mjer heimi að lifa í
lífið er eintómt smellirí.
78. Vísa þessi var ort í mollu veðri. (Jónas Hallgrímsson):
Veðrið er hvorki vott nje gott
varla kalt og ekki heitt.
Það er hvorki þurt nje vott
þar er svo sem ekki neitt.
79. Einar E. Sæmundsen, orti vísu þessa dag nokkurn og skrifaði hana á kamardyr í "Heklu" sem æfinlega stóð upp á víða gátt:
Inn um þessar opnu dyr
allir meiga líta.
Verið hingað velkomnir
sem viljið fá að skíta.
80. Ekki veit jeg um höfund að þessari vísu:
Ingibjörg er aftanbrött
en örmjó framan.
Skildi ekki meiga skera hana sundur
og skeita saman.
81. Kapphlaup höfðu verið háð á íþróttavellinum í Reykjavík og þar um ort þessi vísa:
Hundskinsrófa og haframjel
hlupu í einum spretti,
gjarðarjárn af gömlum sel
og gleraugu af ketti.
81. (aftur 81 innsk. Sig. I. B. Guðm.)
Kristinn Jónsson Í Winnipig orti vísu þessa ekki veit jeg um aðdrifin að henni:
Alt er hirt og alt er birt
ekkert hlje á leirburði.
Kveður (mi..) stundum stirt
Stefan G. í (Kringlumasi)
82. Vísa þessi er eftir sama:
Rjúfðu sunna sorta sky
sýn því kunnir skýna,
kystu á munnin hlyr og hly
hana Gunnu mína.
83. Vísur þessar eru eftir ókunna höfunda. (Guðm.bóksali Ebakka):
Nítján stiga nú er frost
mæðir krumma tetur.
Hlítur að bíða harðan kost
höðingin í vetur.
84. Hafði stút úr heilum hnút
hugði sút að stilla.
Sat í hnút og saup á kút
synda príkan illa.
85. Þó slípist hestur, slitni gjörð
(slettunni) ekki kvíddu.
Hugsaði hvorki um himin nje jörð
haltu þjer fast og ríddu.
86. Það má segja um þennan mann
það er spiltur sonur.
Upp að mitti elskar hann
allar vinnukonur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2020 | 12:03
Gamlar vísur nr. 7
63. Um mann að nafni Pjetur orti hann:
Veit jeg Pjetur verri í bráð
virðist sómamaður,
en ef betur að er gáð
er hann góðhjartaður.
64. Gyðingur nokkur seldi hest þar fyrir vestan. Hesturinn var mjög slæmur af hrekkjum við skepnur og menn. Um hann kvað Kristinn:
Klárinn illa kristin var
uni kreddum skeitti ei Lúterskar
eðli sjált í æðum bar
eins og flestir Gyðingar.
65. Vísa þessi var ort í Ameríku? við þingkosningar,er hún um Englending? er bauð sig þar fram:
Stjórnarpingjan keirð var kring
að kaupa (óskingan) almenning
og senda á þing með sívirðing
sálarringan vesta hring.
66. Guðm. Pjetursson orti vísu þessa til Sveins járnsmiðs:
Gefur mörgum Sveinki sár
sínum bögum meður.
Kveður betur flestum frá
fannaslóðir treður.
67. Þessi vísa er eftir mann er bjó í Langholti í Hrunamannahreppi:
Minn þó Sokki brúki brokk
burt hann lokka trega.
Fram úr nokkrum fákar flokk
fer hann þokka lega.
68. Páll Ólafsson, kvað vísu þessa við mann er stóð úti og hjelt á börðum harðfiski í hendinni:
Á hlaðinu maður hreikin er
heimskur apla kálfur.
Heldur á því í hendi sjer
sem hann ætti að vera sjálfur.
69. Sami kveður svo um vetur:
Gluggar frjósa, gleri á
grefur rósu vetur
falda ljósu fjollin há
fátt sjer hrósa betur.
70. Vatnsendar-Rósa kveður þannig til manns:
Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber,
steinar tali og alt hvað er
aldrei skal ég gleyma þjer.
71. Sama orti vísu þessa:
Man eg okkar fyrri fund
forn þó ástin rjeni.
Nú er eins og hundur hund
hitti á tófu greni.
72. Einar E. Sæmundssen, fór einu sinni að Kollaðarnesi ásamt fleiri ungum mönnum þá sagði hann:
Fröken Halla hjer fær snjalla drengi
til að sjalla og spauga við
sparar valla gamanið.
73. Drengur 12 ára misti föður sinn, var hann þá spurður að hvoru megin hann hjeldi að faðir sinn væri. Þá svarar snáði:
Í himnaríki er hópur stór
í helvíti er þó fleira.
Í hvorn staðin hann föður minn fór
það fáið þið seinna að heyra.
74. Einar Benidiksson hefur ort vísu þessa:
Falla tímans voldug verk
valla falleg baga.
Snjalla ríman stuðla sterk
stendur alla daga.
75. Eiríkur Einarsson, frá Hæli kveður svo:
Það endar verst sem birjar best
og byggt er í flestum vonum.
Svo er með prest og svikin hest
og sannast best á konum.
-------
Komið núna. Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)