5.2.2020 | 17:07
Gamlar vísur 4
29. Kaupmaður nokkur var að selja konu og hana vantaði 1 eyrir í viðbót, þá sagði Gísli Ólafsson:
Einn þig vantar eyririnn
ekki er von þjer líki.
Sem ætlar að flytja auðin þinn
inn í himnaríki.
30. Við sama kaupmann sagði hann:
Þó þú berir fínni flík
og fleiri í vösum líkla,
okkar verður lestin lík
á lokadagsins mikla.
31. Honum sita utan á
ótal fitu dropar,
þrælum smita öllum á
annara svitadropar.
32. Stúlka kom í verslun í Hafnarfirði og keipti 10 dósir af sminki áður en hún fór í sveitina. Þá sagði viðstaddur maður:
Meyjan keipa meðalið
að megna fegurð líkhamans.
Hún er að reyna að hressa við
hrákasmíði skapaarans.
33. Einu sinni birtust vísur í "Iðunni" eftir Þuru á Garði. Þá varð Þuru að orði:
Nú er smátt um andans auð
allir verða að bjarga sjer.
"Iðun" gerist eplasnauð
etur hún stolin krækiber.
34. Einu sinni fóru nokkrir Norðlendingar í skemmtiför, þar á meðal var Þura á Garði. í hópnum var stúlka sem sagt var að væri að draga sig eftir litlum manni. Til hennar kvað Þura þessa vísu:
Æ, vert þú ekki að hugsa um hann,
heldur einhveru stærri mann,
það er svo mikið þankastrik
þetta litla stutta prik.
35. Helgi nokkur á Grænavatni var með í förinni og svaraði þessu:
Hví eg vildi velja hann
vildi ekki stærri mann.
Þankastrikið þeijir um sitt
þeiir líka um mitt og hitt.
36. Önnur Þura var með í ferðinni, var hún stór og stæðisleg til hennar orti Helgi vísu þessu:
Þura breiðir brjóstin á
blúndumöskva fína.
Þankastrik ei þangað ná
því hún er svo gríða há.
37. Einn samferðamaðurinn orti vísu þessa um þankastrikið:
Tvítugur þótti talið gilt
og feldu ekki lítin pilt.
En þrítugar munu þankastrik
þyggja fyrir utan hik.
komið núna. Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)