18.5.2022 | 11:22
"BESTA DEILDIN"
Ég sendi Neytendastofu erindi þar sem ég sætti mig ekki við að KSÍ kalli eina deild innan sinna vébanda "BESTA DEILDIN". Eru þá t.d. aðrar deildir næst besta og þriðja besta deildin og svo koll af kolli. Matthildur Sveinsdóttir svarað mér fyrir hönd Neytendastofu og segir þar meðal annars: Það liggur ekki bann við að nota efsta stig lýsingarorðs heldur er gerð krafa um að geta sannað að þær fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum. Í framkvæmd hefur verið gerð strangari krafa til sðnnunar eftir því sem fyllyrðingarnar eru meira afgerandi og því eru oftar dæmi um að sönnun takist ekki þegar notast er við efsta stig. Svo endar svarið að þessari fyrirspurn minni verður tekin til skoðunar þegar röðin kemur að henni og hún ekki tekin fram fyrir önnur mál sem til meðferðar eru hjá stofnuninni. Þá höfum við það. Getur KSÍ sannað það að efsta deildin í knattspyrnu sé "BESTA DEILDIN" Hvað segja t.d. HSÍ og KKÍ um það og allar hinar deildirnar innan ÍSÍ og ÍSÍ sjálft?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)