2.5.2022 | 10:31
Sögur af sjálfum mér nr. 6
VESTURVER (MORGUNBLAĐSHÖLLIN) Ţegar ég var krakki var Vesturver nánast nafli alheimsins. Ég tengdist Vesturveri ţannig: Bókabúđ Lárusar Blöndal en Lárus var bróđir pabba. Hljóđfćraverslun Sigríđar Helgadóttir en Sigríđur var systir mömmu. ABC sjoppan hana rak Kolbeinn sem var giftur Obbu frćnku minni. Og til ađ kóróna allt ţetta ţá var húsvörđurinn Guđmundur Blöndal frćndi minn. Pabbi var á ţessum tíma mikiđ ađ vinni í HSH og ţar kynntust ţeir Svavar Gests. og urđu síđar félagr í Lionklúbbnum Ćgi en ţađ er önnur saga. En Svavar fékk pabba ađ semja texta fyrir sig t.d. Bellu símamćr og Hulda spann ásamt eitthvađ 20 til 30 ađra. Hápunkturinn í Vesturveri var um jólin. Ţá komu skemmtikraftar og sýndu í stóra glugganum á annari hćđ. Ţá var Austurstrćti fullt af fólki og náđi fjöldinn alveg upp ađ Bankastrćti. Ég var svo heppinn ađ fá ađ vera inn og sá ţegar jólasveinarnir voru ađ gera sig klára en mest var ég hrifinn af Baldri og Konna en pabbi samdi nokkra texta fyrir ţá félaga ţó svo hann sé bara skráđur fyrir einu lagi. Eftir sýningu sína fór Baldur niđur í kjallaran međ Konna sinn og lagđi hann í tösku og skrapp svo eitthvađ frá. Ţarna var ég einn međ Konna og starđi á hann. Viđ Konni bara tveir saman! Fyrir utan Vesturver var Hjálprćđisherinn međ söfnunar kassa og líka ađ selja Herópiđ og gekk ţeim vel. Ađ lokum má geta ţess ađ Ringelberg var međ blómabúđina Rósina og herrafatabúđ í kjallarnum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)