Ferð til Vietnam

Fór í ferð til Vietnam með hinni frábæru ferðaskrifstofu KOLUMBUS ÆVINTÝRAFERÐIR. Og eins og alltaf þegar ferðast er með þessari ferðaskrifstofu stóðst allt og "meira til" allt undir frábæri og örugglegri farastjórn Goða Sveinssonar. Hér ætla ég bara að stikla á stóru en nóg er að taka. Hanoi var fyrsti áfangastaður. Allskonar skoðunarferðir sem var hver annari fróðlegri. Svo var farið til Halongflóa og silgt um flógann og gist í Verdure Lotus Cruise fljótabát sem var með t.d. svölum. Svo var það Hue og enn tóku frábærar skoðunarferðir við. Svo var siglt um síkin í Hoi An. Næst lág leiðin til Saigon. Meðal annars var siglt um óseyrar Mekon. Síðan endaði þessi einstaka ferð í baðstrandarbænum Mui Ne í Bint Tuan héraði sem er einn fegursti baðstrandarbær í Suður Vietnam og synt í stórri sundlaug eða í sjónum. Já, hér er stiklað á stóru en ég hef aldrei kynnst öðru eins jákvæðu fólki og þarna og svo voru öll hótelin sem gist var á frábær og maturinn líka og ekki má gleyma verðlaginu sem mjög hentugt fyrir íslendinginn. Og ekki má heldur gleyma ferðafélegum sem voru frábærir. Takk fyri mig KOLUMBUS ÆVINTÝRAFERÐIR.


Bloggfærslur 1. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband