6.12.2023 | 10:15
Ský á augasteini
Var í aðgerð í gær vegna skýs á augasteini. Var búinn að bíða í tvö ár eftir þessari aðgerð sem tókst mjög vel. Það voru nokkrir á undan mér á biðstofunni og nokkrir komnir að bíða þegar ég var kallaður upp. Þvílík tækni. Nú þarf ég ekki að nota gleraugu nema þegar ég þarf að lesa. Svo verður hitt augað tekið líka í byrjun janúar. Þótt að maður hafi þurft að bíða svona legi þá getur maður ekki verið annað en þakklátur fyrir þessa aðgerð og þessa frábæru lækna og starfsfólks þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)