8.10.2025 | 13:44
Tónleikar á vegum Kolumbus Ævintýraferða.
Okkur sem höfum ferðast með Kolumbus Ævintýraferðum var boðið á tónleika með Tom Gaabel. Tónleikarnir voru haldnir á "Sviðinu" á Selfossi fyrir fullum sal af fólki. Söng Tom þarna aðallega lög sem Frank Sinatra söng á sínum tíma. Þetta voru frábærir tónleikar og ætlaði fagnarlátum aldrei að linna. Þvílíkur söngvari. Vil þakka Kolumbus ferðaskrifstofu fyrir þessa frábæru tónleika og hlökkum til áframhaldandi ferðlaga með þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)