25.3.2025 | 10:30
Breytingar og gleði.
Við hjónin voru að flytja frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Salan og kaup gengu svo hratt fyrir sig að við ákváðum að skreppa til útlanda í afslöppum og fórum að sjálfsögðu með Ferðaskrifstofu eldri borgara og núna til Madeira í Portúgal í hálfan mánuð. Madeira er afskaplega falleg eyja og hreinleg. Til dæmis sáum við ekkert veggjakrot né maura og enga kakkalakka. Maturinn fyrsta flokks eins og öll þjónusta. Ekki skemmdi farastjórinn Kristinn Blöndal fyrir. Frábær farastjóri eins og allir farastjórar hjá þessar mögnuðu ferðaskrifstofu. Og svo rúsínan í pylsuendanum. Ég var við nám í Barcelona 1970 og hitta þá Íslending sem var líka í námi þar þó allt öðru en ég. Við lentum í ýmsum ævintýrum og höfum svo ekki sést síðan þá. En í þessari ferð hittumst við aftur eftir 55ára aðskilnað og voru mikil fagnarlæti hjá okkur og gamlir tímar rifjaðir upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)