13.6.2025 | 09:21
Föstudagsgrín (þrjár stuttar)
Kaskótrygging.
Maður nokkur kom inn í Sjóvá og bað um tryggingu. Hann var spurður hvort hann vildi líftryggingu eða brunatryggingu? Hvort tveggja því ég er með staurfót!
Veiðiferð.
Sami maður fór í veiðiferð til Mývatns ásamt vini sínum. Sagði hann ásigkomulag vinarins væri ekki gott enda vinurinn verið mjög drukkinn og mýflugurnar hefðu fengið "delerium tremens" af því að stinga hann!
Hákon.
Hákon skógræktarstjóri frétti að ung stúlka sem hann kannaðist við hefði trúlofaði sig í áttunda sinn sagði hann að hún væri eins og tré. Einn hringur árlega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)