18.7.2016 | 11:07
Sesselja og Sólheimar
Faðir minn Guðmundur Guðmundarson hefði orðið 96 ára í dag ef hann hefði lifað. Í minningu hans ætla ég að byrta hérna ljóð sem hann orti um Sesselju og Sólheima:
Hún átti hugsjón, drauma djarfa
um dáðir sannar var að tefla.
Ósjálfbjarga unglingana,
ótrauð vildi styrkja og efla.
Í tjöldum áköf upphóf störfin,
öllum fannst hún býsna djörf.
Ei þó duldist augljós þörfin
unglingum að skapa störf.
Stuðningur við stórhug birtist,
styrkir óvænt bárust senn.
Hugsjón björt, sem vonlaus virtist,
virðing hlaut og svo er enn.
Ei þarf langt að leita gagna,
leifturbjart um hugann fer.
Er Sólheimarnir sigri fagna,
Sesselju þá minnast ber.
Áður fátt um var að velja,
vonleysi og döpur kjör.
Á Sólheimum er nú sælt að dvelja,
sigurbros á hverri vör.
G.G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.