Gamlar vísur nr. 5

38. Þura á Garði er lág vexti en ákaflega þrekin. Til hennar orti Þórólfur á Baldursheimi:

Stuttu (þriki) stúlkan ann

strikið margur (urta) kann.

En Þura á Garði þyrti mann

sem þrekari væri en jeg og hann.

39. Þar með var þankastriksvísunum lokið. Stúlka nokkur Norðlensk orti vísu þessa til karlmanns:

Þjóna myndi þankin minn

þótt hann væri freðinn.

Findi jeg ástarylin þinn

elskulegi Hjeðinn.

40. Drengur nokkur fór á bak ótemju, datt af baki og lá nokkra daga, þegar hann kom á fætur aftur var hann skammaður fyrir uppátektina af foreldrum sínum. Þá kvað hann:

Ekki fjekk jeg þekka þökk

þrikkja gekk ei hrekkja grikk.

Þá bikkjan,rikkjótt,skrikkjót,skökk,

á skokki og brokki stökk í hlikk.

41. Sami maður orti vísu þessa til að sjá hvað hann kæmi mörgum lum (ellum)í eina vísu:

Fellur mjöll á falla stall

fallvötn spillast gilin ill.

Í frelling öll olli fall

alloft skella svelli vill.

42. Einar E. Sæmundsson orti vísu þessa einusinni:

Skulfu hjallar skall hann á

skeiðið rjett við hjallan.

Þessi blettur muna má

margan sprettin snjallan.

43. Einu sinni voru þeir saman á ferðalagi, Gestur Einarsson frá Hæli Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi og Sig. Haraldsson frá Jötu í Hrunnahrepp. Þá segir Sigurður:

Meyja koss er mesta hnoss

Brynjólfur svarar=munarblossi fríður.

Gestur botnar.

Krossa tossi á eftir oss

einn á hrossi ríður.

43. (innskot) það eru tvær vísur nr. 43.

Þeir Brynjólfur og Gestur voru einu sinni staddir í Tryggvaskála sjer Gestur hvar Brynjólfur fer eftir ganginum á eftir kvenmanni er Bjarge var kölluð. Þá segir Gestur:

Ertu að geispa elskan mín

aftur við hana Björgu.

Þá segir Brynjólfur.

Það hlæir mig havð heimskan þín

hefur orð á mörgu.

44. Guðm. nokkur frá Laugadælum, kom seint um kvöld frá hjásetu var hann þá 8 ára. Bað hann kvenfólkið um mat en það mátti ekki vera að ansa honum. Hann segir þá:

Það skal vera æ mín yðja

ykkur stugga við.

Andskotan er betra að biðja

en bölvað kvenfólkið.

45. Lausavísur þær er hjer fara á eftir veit jeg ekki nein deili á:

Eg held í sælu himnarans

og hef þar litlar mætur,

ef að þar er enginn dans

og ekkert "rall" um nætur.

46. Um sjóinn.

Þú ert sagður sonur kær

þótt komin sjert til ára.

Unnusturnar eru þær

Alda, Hrönn og Bára.

47. Mjer hefur vinur góður gleimt

og gert mjer ílt í sinni.

Eftir hann er orðið reimt

inst í sálu minni.

48. Fyrirgefðu að fátt jeg tel

fyrst að aðrir heira.

Sagt er að okkur semji vel

og sumu er logið meira.

49. Til spaugsama stúlku:

Þura hefur hjörtu tvö

hægra og vinstra megin.

Ó,að þau væru orðin sjö

þá yrði margur fegin.

Komið nóg í dag. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband