16.3.2020 | 20:45
Gamlar vísur nr. 12
122. Einu sinni var Símon Dalaskáldi sem kallaður var gefin trefill og eitthvað fleira,gjöfina þakkaði hann með að senda gefanda vísur þessar á miða:
Leikur sjer við lítil börn
lukkan sem að styðji.
Hjer á Eyrarbakka Björn
Blöndal Guðmundsniðji.
123. Gjafmildur hann ætíð er
og æsku blóma gæddur.
Sjötta dagin Desenber
drengurinn er fæddur.
(innskot frá mér: Faðir minn var fæddur i "Húsinu" á Eyrarbakka og afi var þar kaupfél.stjóri eða faktor eins og það hét þá og þar sem ég á sama afmælisdag og Björn þessi sem var bróðir pabba þá fékk ég ættarnafnið.)
124. Til heimasæturnar:
Heimasætan hýr á lund
heldur kvik á fæti.
Hefur marga myrkra stund
mjer synt blíðulæti.
125. Guðm.Pjeturs og Aron Guðbrandsson áttu oft í illdeilum til (hans)Arons orti GP þessa:
Svo að endir okkar raus
að ofan í þig jeg skíti.
Neyð er að fara nestislaus
og nakin ofan í víti.
126. GP var "kendur" einu sinni þá kvað hann:
Eg gríp hvern guða veig
að gleðja mína sál
og titra við hvern teig
er tendrar hjartans bál.
127. Þessi er eftir sama:
Þótt heimurinn ríði af róstum
og reiði við örlaga dýs.
Að krjúpa að kvennabrjóstum
er karlmannsins paradís.
128. Lausavísa:
Lömb í haga leika sjer
lifna blóm í dölum
hátíð búin okkur er
inst í fjalla sölum.
129. Litlu lömbin leika sjer
ljóst um grænan haga,
þegar þau sjá að ekki er
úlfurinn þeim til baga.
130. Eitthverju sinni fóru fram kapphlaup fyrir vestan hjet annar beljakinn Skafti. Páll Ól. var þarna viðstaddur og var spurður hvernig hafi gengið til hann kvað:
Hvað er í frjettum? Skafti skall,
enn skall þó ekki á grúfu.
Það var mikið feiknarfall
hann flatti út stærðar þúfu.
131. Þetta er haft eftir Einari Sæmundsen:
Nú á jeg konu,nú á jeg strák
nú á jeg belju.
Þetta er alt í þarfir landsins
þetta er auður skógarmannsins.
132. Þorsteinn Erlingsson, segir:
Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga,
mjer hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
133. Eftir Bjarna Thorarensen:
Ekki er holt að hafa ból
hefðar upp á jökultindi,
af því þar er ekkert skjól
upp fyrir frosti, snjó nje vindi.
134. Einar Benediktsson, segir:
Leið er hál um urð og ál
uppi er stál við fætur bál
dult finst tál og dyrt finst þrjál
dygg skal sál og fast skal mál.
135. Matthías Jochumaaon segir:
Frú því á táp þitt og fjör
og frú því á sigur hins góða
ilskunnar stoltasta stál
stenst ekki kærleikans egg.
136. Sami segir:
Hræðslu síst þótt heljar skaft
hrynji á flugum árum,
vakir lífsins eilíft afl
undir djúpum bárum.
137. Hjálmar Jónsson (Bólu Hjálmar)kveður svo:
Víða til þess vott jeg fann,
þótt venjist tíðar hinn
að guð á margan gimstein þann
er glóir í mannsorpinn.
-------------
Þetta læt ég duga núna. Held áfram næst þegar ég verð í sturði!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.