29.3.2020 | 17:32
Gamlar vísur nr. 13
Jæja þá ætla ég að halda áfram með þessar gömlu vísur sem ég fann í dánabúi föðurs míns:
138. Kristján Jónsson kveður þannig:
Sælt er að elska og elska heitt
af ungri silkihlíð.
En hvað fær framar af sjár leitt
armæðu, böl og stríð.
139. Lausavísur:
Sela dala bála bil
baldur vildi skjala.
Vjela skal við ála yl
aldrei hildi fala.
140.
Þvingar angur hringaheið
hungrið stranga spennir
syngur anga löngum leið
lungun ganga í henni.
141.
Mörgum manni bjargar björg,
björgin hressir alla.
Eru að sækja björg í björg
björgulegt er valla.
142.
Sumarling og sumarþrá
sumar vakna lætur,
sumar í auga sumar í brá
sumar við hjartarætur.
143. Maður var á ferð undir fjallinu "Strútur" sem er nálægt Kalmannstungu.
Lyngs við byng á grænni grund
glyngra og syng við stútin
þvinga jeg styngan hófa hrund
hringin í kringum "Stúrinn"
144.
Vondra róg ei varast má
varúð þó menn beiti,
mörg er Gróa málug á
mannorðsþjófa Leiti.
145.
Veröld fláa sýnir sig,
sú mjer spáir hörðu,
flestöll stráin stinga mig
stór og smá á jörðu.
146.
Þorri bjó oss þröngan skó
þennan snjóa vetur
en hún góa ætlar þó
að oss róa betur.
147.
Nú er hlátur nývakinn
nú er grátur tregur
nú er jeg kátur nafni minn
nú er jeg mátulegur.
148.
Svona vil jeg sjá hana,
svona horfa á hana
fríða vil jeg fá hana
hjá föðurnum sem á hana.
149.
Þú ert Manga þægileg
þar um ganga sögur,
æ mig langar að eiga þig,
eikin spangafögur.
150. Bragaháttur stuðlafall.
Oddur blauði óttast rauðan dauðan
hann er versta um hauður gauð,
hann er mesta skauð í nauð.
151.
Fyr skal randa rjóðum brandur granda
en að fjandinn flái sá
fái sanda brái gná.
Bragaháttur stikluvik.
152.
Hjalla fyllir fenna dý
falla vill ei kári,
valla grillir Ennið í
alla hrellir menn við því.
153. Bragaháttur "Útkast"
Sigurður á Barði barði
bogin Steina,
inn við hurð sig Varði varði
verkum meina.
154. Símon Dalaskáld hefur ort vísu þessa.
Skáld í landi frjáls og frí,
forðast andar grandið,
hjónaband ei þolir því
þetta vonda standið.
------------------------
Komið í dag.
Athugasemdir
Alltaf er nú jafn gott fyrir sálartetrið að lesa vísurnar frá þér....
Jóhann Elíasson, 30.3.2020 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.