Gamlar vísur nr. 15

170. Eftir Sigurð Breiðfjörð.

Biðin þytur rúnar hafna

reiðin flytir skeiðunum,

skeiðin brytur brúir skafla

á breiðum hvítings heiðunum.

171. Lausavísa.

Fjáðu lýðir król á hól

hól þar færri bera,

kváðu viðis sólar sól,

sólin skærri vera.

172. Eftir Þorst. Erlingsson.

Sljettu bæði og forni hjá

heldur Græðir anda

meðan hæðir allar á

aftanklæðum standa.

173. Vísa þessi er eftir Júlíonnu skáldkonu.

Að fara á skíðum, styttir stund

stúlka fríða spenna mund,

sigla um víði hrína-hund

hesti ríða sljetta grund.

174. Eftir Ólaf nokkurn Bergsson.

Þó að Páli bresti brá

bili Grím að skrifa

og Þorsteinn líka falli frá

ferhendurnar lifa.

175. Eftir Sigurð (...?) Helgason.

Á svo háum aldri sá jeg fáa,

firða stirða fáum ljá,

fella að velli sráin blá.

176. Eftir Símon Dalaskáld.

Gesti hresti,grand ei bresta náði

mesti og besti maður var

mestu og flestu listir bar. 

177. Eftir Sigurð Breiðfjörð.

Á haukum lóna leiðanna

lítur (níta) megni,

skaut á trjónum skeiðanna

skalf í tónum reiðanna.

178. Lausavísur.

Brag jeg laga lýðum hríð

við ljóðin fljóðin una,

fagran slag nú bíðum bíð

bjóði móðu funa.

179. Fljóast brjóta fá jeg má

fræða ræðu kvæða,

njótur spjóta nái fá

næði og gæði hæða.

180. Eggja branda þund á það

þundarbranda eggja,

leggja banda ekru að 

ekrur batna leggja.

181. Versa þessa linnir ljóð

lýður kvæði þiggi,

hressi blessi fríðu fljóð

fríður hæða tyggi.

182. Gletti andi hulin hátt

hljóðum móðum endi,

sljettubandin þulin þrátt

þjóðum góðunn sendi.

183. Dettur ljettur háttur hjer,

hræðist fræðist lyndi,

rjettur settur máttur mjer,

mæðist græðist yndi. 

184. Þórður orðin herðir hörð

hirðir sverða glaður,

stirða mærða gerði gjörð

girðir korða hraður.

185. Tveir góðir hagyrðingar Ari Sæmundsson og Olafur Briem voru saman þá segir Ari .

Þarna er staupið settu sopan

sem á fanna þinna grunn,

Olafur svarar strax.

Farna! raupið rjettan ropan

renna fann jeg inn í munn. 

------------------

Komið í kvöld. Meira síðar og stuttar!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband