Gamlar vísur nr. 16

Jæja nú fer þessu að ljúka en smá slatti eftir.

186. Oft í gamladaga var, að karlmenn sögðu kerlingasögur en konur karlasögur, hjelt þá hvort með sínu kyni. Kona nokkur sagði því.

Karlmenn voru kvalarar

konungsins á himnum

Sigvaldi nokkur Jónsson, botnaði

Af því forðum Eva skar

eplið af bjarkarlimnum.

187. Maður ávarpaði þennan Sigvalda og segir.

Segðu mjer það Sigvaldi

hvað syndir þínar gilda.

Svar:

Það er undir útskurði

alföðursins milda.

188. Menn voru saman þá segir einn.

Því ert raftur, fryðum faptur,

fjörgulundur.

Svar:

Legðu kjaftin á þjer aftur

eins og hundur.

189. Maður sem vaknaði um nótt til að jeta. Eftir Gísla (? )

Þú hefir merkis-matarlyst

miðju nótt sem daga

þú átt guði að þakka fyrst 

að þjer gaf slíkan maga.

190. Eftir sama.

Viljir þú sjá, hvað veröldin

veitir misjaft gengi,

settu þig í sessin minn

og sittu þar dálítið lengi.

191. Sami:

Kondu hjerna að kyssa mig

kærust lilijan banda,

mjer er sama að missa þig

og minn að gefa upp anda.

192. Sami:

Úr veröldinni fyrrum fór

frá oss Árni kjaftur,

skaðin var ekki skemdastór

því skrattinn sendi hann aftur.

193. Sami:

Rignir kossum, hugur hlær

hjóna kross -á-messu,

deyja hross og allar ær

eigi er hnoss að þessu.

194. Sami:

Signsor B.-sefur og hrýtur,

svo á öllum hnettinum þýtur.

En á himnum englarnir ansa:

Eru þeir á jörðu að dansa.

195. Þegar Magnús Teitsson rjeri í Þorlákshöfn komu vasturmiklir strákar upp-"pússaðir" í sjóbúð og höfður hátt. Þá sagði Magnús.

Kvöldið það er kanski gott

kurteisin þó vaði á súðum.

Þið eruð nógu fjandi flott

flækingar úr öðrum búðum.

Þeir fóru út.

196. Ort um Magnús Torfason, sýslumann þegar hann bauð sig fram til þings á Ísafirði.

Ef það með kostum þingmanns telst

þitt er að faðma og kyssa.

Kýs jeg Magnús held jeg helst

hann vil jeg ekki missa.

197. Eftir Erlend Gottskalksson.

Alltaf bætist raun við raun,

rjena gleðistundir,

það er ei nema hraun við hraun

höltum fæti undir.

198. Jón á Þingeyrum kvað svo:

Mesta gull í myrkri ám

mjúkt á lulla grendum,

einætt sullast jeg á Glám

og hálf fullur stundum.

199. Sjera Stefan Olafsson, Vallarnesi segir:

Vandfarið er með vænan grip

veit jeg það með sanni.

Liðuga konu og sjófært skip

og samviskuna á manni.

------------------------

Jæja, þá verður nr. 200 næst og þá er lítið eftir

en þá tekur annað við. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er magnaður "pakki"...

Jóhann Elíasson, 10.4.2020 kl. 19:16

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir það. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.4.2020 kl. 10:42

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kæri vinur!
Óska þér og þínum gleðilegra páska og megi gæfan fylgja þér og þínum á þessum erfiðu tímum.

Bestu páskakveðjur,
                   Jóhann Elíasson

Jóhann Elíasson, 11.4.2020 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband