13.4.2020 | 11:44
Gamlar vísur nr. 17
200. Eftir eitthvern Guðm. glosi.
Rennir kylja kalin svörð
kennir ylja líf á jörð
fannir hylja hóla og börð
hrannir bylja stritt um fjörð.
201. Gömul.
Eitthverntíma ef jeg ræ
eitthverntíma kemur logn
eitthverntíma út á sæ
eitthverntíma fæ jeg hrogn.
202. Einar Sæm, kemst svo að orði:
Við skulum bera höfuð hátt
hvað sem aðrir segja
og leika okkur ljett og dátt
í ljúfum faðmi meyja.
203. Gömu.
Brennivín er blessað hnoss
brennivínið gleður,
brennivínið bætir oss
brennivínið seður.
204. Jón blindi kveður:
Það er líf í þrautinni
það kíf mykjandi,
það út rífur þunglyndi
þar er líf og andi.
205. Eftir Bjarna Jónsson frá Vogi.
Skáldið kneifði koníakk
á koníakki skáldið sprakk,
til himins sálin fór á flakk
en fjandinn henni í vasan stakk.
206. Magnús Ólafsson.
Um blekbittuna börðust þeir
með býsna miklu pati.
Vont er þegar vilja tveir
vera í sama gati.
207. Sagt er að Jónas Hallgrímsson, hafi ort vísu þessa þegar hann var átta ára.
Mál er í fjósið, finst mjer langt
fæ jeg ekki ofan í mig.
Æ æ, lífið er svo svangt
enginn jetur sjalfan sig.
208. Vatnsenda Rósa kvað við mann sem var tvílofaður stúlku með skarð í vörinni.
Það er feil á þinni mey
þunnur ála bála
að hún heilar hefur ei
hurðir mála skála.
209. Baldvin Halldrórsson kvað við mann, sem var að skoða hest sinn.
Farður hægt með folan þinn,
hann fæstum reynist þægur,
hann er eins og heimurinn
hrekkjóttur og slægur.
210. Halldór Sæmundsson, Húnvetningur, orti vísu þess. Var hann að vinna hjá vinnuhörðum bónda, lagðist til svefns. Þegar hann kom spurði bóndi hver hann hafi verið. Svarið var.
Ég var að hvíla líkam lúinn
langa eftir vöku nótt.
Jörðin hafði beð mjer búinn
blundað gat jegvært og rótt.
211. Gömul staka.
Ég má bera hallan haus
horfin gleðistundin.
Mjer var sæmra að lifa laus
ljótt er að vera bundin.
212. Slettubönd Jón Sighvatsson, Vestfirðingur.
Skellur nýjar fjöllin fá
fyllist rosa bláin,
fellur skyja-ullin á
illa frosin stráin.
213. Kveðið eftir "Svart" vasapela sem brotnaði. Rögnvaldur Þórðarson, Húnvetningur.
Svartar veigar vöku bál
vonar-snauðum minni,
bjartra teiga saknar sál
sæl í minningunni.
214. Eignuð Jóni Ásgeirssyni, Þingeyrum.
Ekki skal það ógna mjer
þótt ólgi á slaðurs túnum,
ljetta og glaða lund jeg ber,
læt því vaða á súðum.
215. Til Guðm.Loftssonar frá H.S.B.
Óskin sú er upphafs máls,
er jeg besta þekki,
leggi þjer gæfan hönd um háls
en hengi þig samt ekki.
216. Kveðið þegar Amerísku herskipin lægu hjer í sumar 1924. Eftir H.S.B.
Úr bannlandinu einu í annað
hinn Ameríski silgdi her,
hvern undrar það, að auga fullur
þar innanborðs var maður hver.
217. Þrælsmerkið.
Heimskan fyllir galin glóp
góðri hilli vikinn.
Ef þú ei fyllir þræta hóp
þá er jeg illa svikinn.
218. Angri sáru yfir sær
allar taugar lífsins,
en sje jeg tárin silfurskær
svífa um augu vífsins.
219. Vatnsenda Rósa.
Engin lái öðrum frekt,
einar þó nái falla,
hvar einn gái að sinni sekt,
syndir þjáir alla.
220. Mjer er lundin þung og þver,
þráinn bundin trega
en Bakkus stundum bætir mjer
bölið undarlega.
---------------
20 vísur í dag.
Athugasemdir
Þarna eru mörg gullkornin og góðar leiðbeiningar fyrir þá sem eru ekki alveg á "réttri" leið.....
Jóhann Elíasson, 13.4.2020 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.