Gamlar vísur nr. 18.

Jæja þá fer þessu að ljúka etthvað um 30 vísur eftir. Hlakka mikið til.

221. Lætur hlyna manni mær,

mætur synist friður,

nætur dvína þannig þær,

þrætur lynast niður.

222. Vestfirsk vísa.

Duggara-sokka-seljn gná

sjaldan þokka-mikil,

ber við hrokkin brinaskjá

blakkan kokkús lykil.

223. Baldvin Halldórsson, Skagfirðingur.

Matin sanga sú til býr,

síst í langar hina

eldhus-tanga-Hrnd óhýr

hristir gang-himana.

224. Sumir eigna Bólu Hjálmar.

Fulla táli faðma jeg þig

flaskan hála svarta,

þótt´ú báli brennir mig

bæði á sál og hjarta. 

225. Eina þrísa jeg auðagná

ei sem lysa hirði

hana vísa víst jeg á

vestur á Ísafirði.

226. Benidikt Guðmundsson, frá Húsavík.

Tárin hrulu,kappa kól,

kæti spilti treginn.

Árin flutu sælusól

seinna gilti veginn.

227. Brynjólfur Björnsson,Húnvetningur,orti um mann sem sveik höf.um hestlán.

Þótt ei ljeðir þú mjer hest

það til góða jeg virti,

þú mjer reynist bragna best

bara ef einskis þyrfti.

228. Um hest sinn kvað Brynjólfur.

Veginn flakkar viljiugur

vel má blakknum hrósa.

Undir hnakki Hvítingur

hringar makkan ljósa.

229. Bjarni Gíslason kvað í grasleysinu 1920, þá austur í Þingvallasveit.

Held jeg rjettu höfði enn

huga ljett komi stilla,

þó að glettist guð við menn

og grasið spretti illa.

230. Páll Guðmundsson,frá Hjálmstöðum í Laugardal kvað eftir að hafa lesið "Stöku" Jons S. Bergmanns.

Hjá honum óðar eldur byr,

ei þær glóðir linna.

Bergmanns hróður dísin dyr

drepur ljóðin hinna.

231. Sveinn H. Þórisson kveður þannig.

Svíða mjer ekki sorgir þær

er sárar aðrir telja,

sú von,er líf mitt var í gær

vil jeg á morgun selja.

232. Jóhannes bóndi á Brekki á Húnaþingi kvað vísu þessa er hann eitt haust hafði borgað skuldir sínar.

Ég er laus við Árna minn.

-illa þó sje rúinn-

konginn,prestinn,kaupmanninn,

kirkju,sveit og hjúin. 

233. Kristján Hólm,Breiðfirðingur orti í orðsastað bónda eins,sem mikill þótti á lofti en lítill búmaður.

Á vetri hverjum vantar hey

verður búfje skerða,

í bestum árum bregst mjer ei

bjargarlaus að verða.

----------------

Svo er það endaspretturinn næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, mörg er búmannsraunin......

Jóhann Elíasson, 19.4.2020 kl. 22:15

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Satt segir þú Jóhann.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.4.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband