Gamlar vísur nr. 19

Jæja, ég ætla að reyna að klára þetta núna. En þessar vísur fann ég í gamallri bók í dánarbúi föðurs míns. 

Nr.234. Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum.

Gleymdu aldrei góðum vin,

þótt góðir reynist meyjar.

Þeir eru eins og skúr-skin

sammvinnir en hlyjar.

235. Baldvin Halldórsson,Skagfirðing kvað eitt sinn í sláturstíðinni á Blönduósi.

Hált er á skötu háðungar

hallar hvötum sveininn,

um slorgötu Öbygðar

ek ég flötum beinum.

236. Sveinn Hannesson,frá Elivogum yrkir þannig.

Gleði vaskast vantar vín

verður brask að gera,

en ef taskan opnast mín

á þér flaska að vera.

237. Sami.

Kátir drengir kunna að sjá

kaupa fengin tökin,

mínar gengur eigur á

óðum þrengist vökin.

238. Sami.

Drykkjuslark um æsku ár

elli mark á brána setti

margbreitt þjark og þurfta fár

og þrælaspark á snöggva bletti.

239. Ólafur G. Briem kveður.

Hóf er best að hafa þó

hugsi gott til ferðar

oft kann gleðin aftan mjó

endaslepp að verða.

240. Kolbeinn Högnason í Kollafirði kvað þegar blöðin fluttu þá fregn að Jón S. Bergmann hafi fengið 200króna skáldastyrk.

Lítið varð þitt vísa - gjald-

virt á fáa dali,

ekki fyrir innihald

en eftir línutali.

241. Kveðið til Sveins H. Jónssonar af Sigfúsa Halldórss þegar þeir voru skólabræður.

Eg veit þú hallar ei mig á

jeg þótt falla kunni,

og jafnvel svalli sæmd mjer frá

og sjé á allra munni.

242. Benidikt Guðmundsson,frá Húsavík kvað á ferð í Fljótum norður.

Má jeg hnjóta hjer um grjót

hlyt að njóta fóta,

bláhist fljót mjer blasa mót,

biljir skjótir þjóta.

243. Þegar vorbáinn kom,eftir langvarandi harðindi kvað Jón Þorsteinsson á Arnarvatni.

Jeg var feginn sól að sjá

síðan fór að hlyna um

hefur talsvert húsað frá

hjartastöðvum mínum.

244. Baldvin skáldi Jónsson kveður.

Mörg er hvötin mótlætis

mín er glötuð kæti,

jeg á götu gjálífs

geng ólötum fæti.

245. Hjálmar Þorsteinsson,frá Hofi.

 Glitra öldur

(Því miður er ekkert meir)

246. Vorið 1926 fór flokkur Glímumanna til Danm. Á einum stað var minnismerki,með áletraðri vísu, sen þeir komu að. (mjög óskýrt)

Minnes skal í Morgengry

die som under aften sky

Ville vore með at bære

Danmark ind i dagens ny.

247. Vildu hinir ungu garpar snúa vísunni á Íslensku, komu fram vísur. Fyrstur varð Þorgils Guðmundsson frá Hvanneyri og Sigurður Greipsson glímukóng.

Minnast skal við morgun ský

manna, sem í tímans grímu,

Danmörk lyftu,benti á birtu-

braut í (????)dagsins glímu.

248. Sigurjón Guðjónsson frá Vatnsdal og Gunnar Magnússon kennari komu með þessa.

Ei skal gleima í morgun mund

manna,sem á aftanstund,

orku eyddu í ljóma leiddu

Danmark inn í dagsins lund.

249. Björn Bl. Guðmundsson, kom með þessa.

Minnast skal hjá árdags eldi

íta,sem á neyðarkveldi 

leiddu fólk úr villu volki

liftu tjaldi að lífsins veldi.

--------------------

Klára þetta næst. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna eru mörg gullkornin og víst að menn kunnu vel að meta lífið og þær lystsemdir, sem það hefur upp áð bjóða og ótrúlega "lunknir" í að koma því á framfæri......

Jóhann Elíasson, 26.5.2020 kl. 08:02

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og Björn Blöndal Guðmundsson var bróðir föðurs míns en ég vissi ekki að hann hefði verið glímumaður og farið í glímuferð til Danmerkur.

Sigurður I B Guðmundsson, 26.5.2020 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband