Gamlar vísur nr. 20

Jæja þá er komið að lokun á þessum gömlum vísum sem ég fann í dánarbúi föðurs míns.

250. Kosningarvísa 9 júlí 1927 í R.v.k.

Íhaldið er eins í mörgu

ekki vantar móralinn:

Að selja hana gömlu Sigurbjörgu

sjötuga undir Dósentinn.

251. Manús Ólafsson og jeg saman í Vestm.eyjum.

Margur dáða drengur 

dropan þyggur sinn.

Bj. Mjer er mesti fengur

morgun - bitterinn.

252. Sátum saman að öldrykkju. Þá kvað Magnús Ólafsson.

Margur hrapar meðal vor

miklir glatast kraftar.

Ölið skapar þrek og þor

þyrstir gapa kjaftar.

253. Sami: Við lestur rit Gests Pálssonar.

Hugga Scherpear sótti að

samt var Byron mestur.

Aldrei hef jeg brotið blað

í bókum þínum Gestur.

254. Sveinn á Eli - Vogum keypti kyr frá Vestur - Á, sem reyndist ekki jafn góð,og var sögð. Kalt var milli þeirra Sveins og Vestur - Ása bóndans. Sveinn kvað.

Leggja há en huppa rír

happa smái gripur.

Virðist á þjer veslings dýr

Vestur - Ása svipur.

--------------

þá lýkur þessu en ekki veit ég hver skráði en skriftin er mjög falleg. Þætti vænt um ef einhver hefur hugmynd um það. Næst ætla ég að setja inn nokkrar vísur eftir föður minn sem hefði orðið 100 ára 18. júlí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Faðir þinn var sá óborganlegi húmoristi GG ekki satt, og Helgi Eiríksson frá karlsskála afi þinn í móðurætt Gróu. Er ég ekki með þetta rétt?

Hvað er emailiðþitt? Mitt er halldorjonss@gmail.com

Halldór Jónsson, 30.6.2020 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband