Föstudagsgrín

Hér kemur einn að hætti Jóhanns en svo kem ég með mína "langloku" á föstudaginn kemur. Ef þú lesandi góður lúrir á einni góðri látta hana þá koma hérna! 

Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórnar á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentimetrum frá búðarglugga. Í nokkrat sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina mundi valda þessum viðbrögðum. Æ, fyrirgefðu sagði bílstjórinn, þetta var nú reyndar ekki þín sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, en ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður..laughinglaughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.4.2021 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband