22.9.2021 | 11:21
Er Framsóknarflokkurinn falur?
Faðir minn var mikill sjálfstæðismaður (helblár) og fór ekki leynt með sínar skoðanir. Hann var t.d. gjaldkeri í stjórn Heimdallar 1935-1945. Hann sagði að Alþýðubandalagið væri í lagi því maður vissi alltaf hvar maður hefði "kommana" en Framsókn væri allt öðruvísi þar sem maður vissi aldrei hvar maður hefði hann. Í dag finnst mér ekkert hafa breyst. Sá maður sem kýs Framsókn veit ekkert hvort hann fær hér vinstri eða hægri stjórn.
Athugasemdir
Þessi færsla sýnir okkur framá að það hefur mjög lítið breyst í pólitíkinni í áranna rás.............
Jóhann Elíasson, 22.9.2021 kl. 11:42
Hún er skrítin þessi tík, pólitíkin. Það er sama hversu oft fólki er boðið að kjósa, það virðist aldrei læra nokkurn skapaðan hlut. Kjósa það sama og síðast, af því kosningaloforðin eru enn þau sömu og áður.
Það væri tilbreyting ef kjósendur færu að meta verk stjórnmálamanna, í stað þess að trúa gatslitnum kosningaloforðum, sem aldrei rætast.
Gunnar Heiðarsson, 22.9.2021 kl. 16:58
Algjörlega sammála ykkur.
Sigurður I B Guðmundsson, 22.9.2021 kl. 22:32
Sigurður er ekki kominn tími á það að þú segir okkur frá Grænlandsferðinni þinni hérna á blogginu????
Jóhann Elíasson, 30.9.2021 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.