Ferðaskrifstofa Eldri Borgara slær enn og aftur í gegn.

Við hjónin fórum til Grænlands á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara þann 25.sept og var uppselt í þessa ferð eins og í flestar ef ekki allar ferðir á vegum þessara frábæru ferðaskrifstofu sem ég mæli eindregið með. Þetta var dásamleg og vel skipulögð ferð. Ætla ég bara að stikla á stóru núna. Strax fyrsta daginn var farið í skoðunarferð. Qassiarsuk sem áður var Brattahlíð bær Eiríks Rauða. 26. sept. dagsferð til Iqaliku sem áður var biskupssetur og var nefnt Garðar. 27.sept. dagur þrjú toppaði svo allt sem hægt var að toppa! Hér náði ferðin hámarki og mun ég gera henni betri skil síðar. Öll framkvæmd og skipulag var fyrsta flokks. Farastjóri í þessari mögnuðu ferð var Sigurður K. Kolbeinsson auk þess var með honum John sem veit nánast allt um Grænland og fylltu þeir okkur af fróðleik og ekki skemmdi veðrið fyrir en alla þessa daga var sól og logn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Setti óvart inn eins og ferðin hefði verið í febrúar en að sjálfsögðu átti þetta að vera í SEPTEMBER. Er maður orðinn eitthvað........?

Sigurður I B Guðmundsson, 7.10.2021 kl. 16:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tók nú ekki eftir þessari misritun, kannski er ég orðinn eitthvað?.....  En að öllu gani slepptu þá var gaman að lesa þetta ágrip og enn meira hlakkar mig til að lesa framhaldið....

Jóhann Elíasson, 8.10.2021 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband