14.3.2022 | 11:12
Sögur af sjálfum mér!
Datt í hug að setja inn af og til sögur af sjálfum mér. Hér kemur sú fyrsta og heitir: Að brjóta ísinn: Ég fór í söluferðir út á land í fjöldamörg ár að selja sælgæti og ýmislegt annað. Var þá með vörurnar í bílnum og seldi beit út bílnum. Lenti ég í ýmsu skemmtilegu og oftar en ekki óvæntu. Þessi saga gerðist þegar ég var að selja fyrir austan fjall fyrir mjög mörgum árum. Ég gekki inn í sjoppuna sem var þarna langt frá mannabyggð en vinsæll áningarstaður. Eigandinn var nú ekki þekktur fyrir að brosa mikið en var samt kurteis. Ég notaði þá aðferð að byrja á að nefna vinsælustu vörunar mína og svo koll af kolli. Í þetta skiptið gekk ekkert að eiga við karlinn sem sagði bara: Nei, nei og svo kom bara meira nei og var ég orðinn dálítið pirraður á honum en lét það að sjálfsögðu ekki í ljós. Datt mér þá í hug að bjóða honum "Prins Polo" en það var hálfgerður þjóðarréttur Íslendinga á þessum tíma. Ha, sagði karlinn: Ert þú með "Prins Polo"?? Alveg steingáttaður. Nei nei sagði ég, en mig langaði bara að fá eitt já frá þér. Við þetta svar þá sprakk karlinn af hlátri. Ég vissi ekki að hann gæti hlegið en þarna grét hann af hlátri og byrjaði að kaupa af mér vörur. Held ég að ég hafi aldrei selt honum eins mikið og þarna.
Athugasemdir
Þessi saga var alveg meiriháttar góð. Karlinn hefur kunnað vel að meta hreinskilnina hjá þér!!!!!
Jóhann Elíasson, 18.3.2022 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.