26.5.2023 | 10:52
Frábær vel unnin störf
Konan mín veiktist heiftarlega fyrir hálfum mánuði síðan. Ég hringdi í 112 og sjúkrabíll kom stuttu seinna. Hún var flutt á bráðadeild og þaðan á gjörgæsludeild. Eftir nokkra daga þar var hún send á hjartadeild á LSH við Hringbraut. Á öllum þessum stöðum fékk hún frábæra aðstoð hjá einstöku starfsfólki á öllum sviðum. Hún er núna komin heim þökk þessu frábæra starfsfólki. Heilbrigðiskerfið okkar er einstakt og tölum það ekki niður því það á það ekki skilið.
Athugasemdir
Það er virkilega gott að menn skuli koma með "hina" hliðina á málum og tala um það sem vel er gert. Það er ekki nokkur vafi á því að við eigum alveg stórkostlegt starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, vandamálið er að við búum því miður ekki nógu og vel að því. Þessu hef ég kynnst því ég þó nokkuð þurft á heilbrigðiskerfin að halda og ég á ekki nógu og sterk orð til að lýsa starfsfólkinu og hvernig það hefur staðið sig og unnið við mjög erfiðar aðstæður, Að lokum óska ég konunni þinni góðs bata.......
Jóhann Elíasson, 28.5.2023 kl. 10:11
Þakka þér fyrir Johann.
Sigurður I B Guðmundsson, 28.5.2023 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.