Gömul grein sem ég sendi í Velvakanda 9. febrúar 2010. Hefur eitthvað breyst?

Rás 2 tímaskekkja?

Þegar Rás 2 var stofnað var það talið nauðsynlegt vegna þess að RÚV var bara eitt á markaðnum og talið var þörf á meiri fjölbreytni sérstaklega með tónlist (fyrir ungu kynslóðina.) Tel ég þá ákvörðun hafa verið rétta. Í dag er Rás 2 með morgun-og síðdegisútvarp. Þess á milli er Poppland og svo einstakir þættir á kvöldin. Nú höfum við einkastöðvar með morgun- og síðdegisútvarp og nóg af stöðvum með tónlist allan sólarhringinn. Til hvers þurfum við Rás 2 í dag? Ef það er fyrir starfsfólkið á stöðinni, þá endilega haldið Rás 2 áfram. Á sama tíma er verið að gagnrýna RÚV fyrir að taka auglýsingartekjur af einka stöðum. Eins og áður var sagt var Rás 2 talin nauðsynleg á sínum tíma vegna skorts á fjölbreytni. Sú fjölbreytni er til staðar í dag. Hvers vegna þarf þá Rás 2? Lokið Rás 2 og lækkið þannig nefskattinn en best væri að taka hann af. Ég tel að RÚV eigi að halda sig eingöngu við "gömlu góðu Gufuna" þ.e.a.s. Rás 1. En samt má hugsa sér að gera Rás 2 að íþróttarás og samtengja hana við Rás 1 þegar ekki er verið að útvarpa kappleikjum. Stjórnmálamenn tala um að það sé nauðsynlegt að vekja sem mestan áhuga á íþróttum því það sé ein besta leiðin til að fyrirbyggja óreglu meðal ungmenna. Best væri þó að RÚV hætti sjónvarpsrekstri og seldi tæki og tól og jafnvel húsnæði. "Ríkið" styrki íslenskt efni og ríkið sparaði milljónir, auk þess fengum engan nefskatt.

-------------

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband