Föstudagsgrín.

Fangavörðurinn á Litla Hrauni veitti því athygli, að fangi, sem nýlega var þangað kominn, hlustaði alltaf með athygli á Passíusálmana í útvarpinu, en það er venjulega haft opið öll kvöld. "Svo þér geðjast að Passíusálmunum" sagði fangavörðurinn. "Nei, alls ekki," svaraði maðurinn, "ég hélt þetta tilheyrði refsingunni."

Svo fann ég þennan: 

Um áttrætt virðist sjálfsagt að hafa hug á konum,

í hjartana er ylur og löngunin að vonum.

Þér finnst það skipta miklu hjá meyjunum að vera,

en manst þá stundum ekki hvað þú ætlaðir að gera.

 

Eftir þennan tíma er löngun best að leyna

og láta ekki glepjast þó konan vilji reyna.

Í átökunum getur sálin gengið öll úr lagi,

þú gætir orðið bráðkvaddur úr ellireiðarslagi.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður Sigurður og sérstaklega fannst mér seinni vísan alveg frábær......

Jóhann Elíasson, 9.5.2025 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband