6.6.2025 | 10:29
Föstudagsgrín
Breskur "Lord" og MP maður kom degi of snemma heim til sín eftir mjög merkilega ferð erlendis. Og viti menn, hann fann konu sína upp í rúmi með ungum manni. Hann labbar að rúminu og segir við konu sína: Þar sem ég er þekktur og virtur maður vil ég ekkert hneyksli. Ég mun hafa samband við lögfræðing minn til að finna út hvernig ég get brugðist við þessu atferli þínu og bætti einhverju fleirru við. Þegar hann var svo á leiðinni út úr herberginu stoppaði hann og sagði við unga manninn: Og hvað þig varðar ungi maður þá hefðir þú nú alveg getað hægt á þér rétt á meðan ég var að tala!
Athugasemdir
Ha, ha þessi var góður....
Jóhann Elíasson, 6.6.2025 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.