Föstudagsgrín, 5 aurar og vísur

Þegar einn mesti "töffari" landsins gifti sig og gekk með þeirri heitt elskuðu í Austurstræti fljólega eftir giftinguna mættu þau dömu sem kinkaði kolli til hans og hann var dálítið vandræðalegur en kinkaði kolli á móti. Sú nýgifta var nú ekki ánægð með þetta og spurði hann með miklum þunga hver þetta hefði verið. Æ, vertu ekki að þessu kona. Það verður anskoti nógu erfitt fyrir mig að segja henni hver þú ert!!

Svo var það maðurinn sem kom á bráðamóttökuna með "flís" í lærinu. Læknirinn náði flísinni og maður fór heim til sín. En svo gerist það nokkrum dögum síðar að þessi sami maður kemur aftur á bráðamóttökuna og aftur með flís í lærinu sem læknirinn náði líka úr lærinu en spurði manninn hvort hann væri smiður. Nei, sagði maðurinn ég er leigubílstjóri en nýja kærasta mín er með staurfót!!

Hafnfirðingur kom inn í lyfjabúð og bað um heftiplástur. Hann tók svo plásturinn og fór strax að rífa stykki af honum og borða hann. Hvers vegna ertu að borða plásturinn? Jú, ég var að koma frá lækninum og hann sagði að ég væri með magasá

Ég vil ekki fara í skólann í dag. Kennararnir hata mig og krökkunum er illa við mig. Svona láttu ekki svona drífðu þig af stað þú ert nú einu sinni skólastjórinn!!

Dívaninn er þarfa þing

þreyttum kvíld hann gefur.

Efni í margan Íslending

á hann runnið hefur.

----

Af karlmannleysi kvalin og sjúk

kúrandi í rúmfletinu.

Tólgarkerti tók í brúk

í tittlingshallærinu.

---

Brennivín er besti matur

bragðíð góða svíkur eigi.

Eins og hundur fell ég flatur

fyrir því á hverjum degi.

----

Þó ég fari á fyllirí

og fái skelli.

Stend ég aftur upp á ný

og í mig helli.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband