24.12.2022 | 11:17
Lélegur fréttaflutningur
Ég bý í Mosó og er með hænur. Það var í fréttum að frá minkabúinu Dalsbúi í Helgadal hefði sloppið út minkar. Þeir hafa drepið hænur og dúfur hér í Mosó. Ásgeir Pétursson minkabóndinn sem minkarnir sluppu frá sagðist vera alveg miður sín en hefði fundið gatið þar sem þeir sluppu út. Ég spyr: Hvað sluppu margir minkur út? Hann hlýtur að vita hvað hann átti marga og hvað það eru margir eftir og mismunurinn er sá fjöldi sem slapp út!! Hænurnar mínar er frjálsar og fara út og inn í kofann allan daginn. Núna þori ég ekki að opna kofann og hleypa þeim út nema ég sé heima og þær eru ekki eins frjálsar og þær hafa alltaf fengið að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)