"BESTA DEILDIN"

Ég sendi Neytendastofu erindi þar sem ég sætti mig ekki við að KSÍ kalli eina deild innan sinna vébanda "BESTA DEILDIN". Eru þá t.d. aðrar deildir næst besta og þriðja besta deildin og svo koll af kolli. Matthildur Sveinsdóttir svarað mér fyrir hönd Neytendastofu og segir þar meðal annars: Það liggur ekki bann við að nota efsta stig lýsingarorðs heldur er gerð krafa um að geta sannað að þær fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum. Í framkvæmd hefur verið gerð strangari krafa til sðnnunar eftir því sem fyllyrðingarnar eru meira afgerandi og því eru oftar dæmi um að sönnun takist ekki þegar notast er við efsta stig. Svo endar svarið að þessari fyrirspurn minni verður tekin til skoðunar þegar röðin kemur að henni og hún ekki tekin fram fyrir önnur mál sem til meðferðar eru hjá stofnuninni. Þá höfum við það. Getur KSÍ sannað það að efsta deildin í knattspyrnu sé "BESTA DEILDIN" Hvað segja t.d. HSÍ og KKÍ um það og allar hinar deildirnar innan ÍSÍ og ÍSÍ sjálft?


Margt skrýtið í kýrhausnum!

Auglýsing hjá Norðurál sagði að það vantaði fræðslustjóra og starfið hentaði öllum kynjum. Veit vel að ég er eldri borgari en kynin voru bara tvö hér áðurfyrr!!

Svo eru það blómabændur sem auglýsa að blómin þeirra geri kraftaverk. Nei, og aftur nei. Þau gera engin kraftaverk en þau geta glatt fólk. (Jesús gerði kraftaverk var sagt hér í denn).

Besta deildin! Bannað er að nota orðið BESTA í auglýsingum (nema bæjarins bestur fengu undanþágu) en nú er heil deild í knattspyrnu sögð sú besta. Er þá handboltadeildin sú næst besta og körfuboltadeild sú þriðja besta og svo koll að kolli. Hvaða rugl er þetta!

Bríó auglýsir alvöru bjór! Og Egils Gull eitthvað svipað. Bjórauglýsingar eru bannaðar hélt ég þó svo ég sé ekki endilega sammála því.

Og að lokum ekki benda lögreglu á hugsanlegan brotamann ef hann er ekki með hvítt skinn. Því þá ert þú væntanlega rasisti!!


Sögur af sjálfum mér nr. 6

VESTURVER (MORGUNBLAÐSHÖLLIN) Þegar ég var krakki var Vesturver nánast nafli alheimsins. Ég tengdist Vesturveri þannig: Bókabúð Lárusar Blöndal en Lárus var bróðir pabba. Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttir en Sigríður var systir mömmu. ABC sjoppan hana rak Kolbeinn sem var giftur Obbu frænku minni. Og til að kóróna allt þetta þá var húsvörðurinn Guðmundur Blöndal frændi minn. Pabbi var á þessum tíma mikið að vinni í HSH og þar kynntust þeir Svavar Gests. og urðu síðar félagr í Lionklúbbnum Ægi en það er önnur saga. En Svavar fékk pabba að semja texta fyrir sig t.d. Bellu símamær og Hulda spann ásamt eitthvað 20 til 30 aðra. Hápunkturinn í Vesturveri var um jólin. Þá komu skemmtikraftar og sýndu í stóra glugganum á annari hæð. Þá var Austurstræti fullt af fólki og náði fjöldinn alveg upp að Bankastræti. Ég var svo heppinn að fá að vera inn og sá þegar jólasveinarnir voru að gera sig klára en mest var ég hrifinn af Baldri og Konna en pabbi samdi nokkra texta fyrir þá félaga þó svo hann sé bara skráður fyrir einu lagi. Eftir sýningu sína fór Baldur niður í kjallaran með Konna sinn og lagði hann í tösku og skrapp svo eitthvað frá. Þarna var ég einn með Konna og starði á hann. Við Konni bara tveir saman! Fyrir utan Vesturver var Hjálpræðisherinn með söfnunar kassa og líka að selja Herópið og gekk þeim vel. Að lokum má geta þess að Ringelberg var með blómabúðina Rósina og herrafatabúð í kjallarnum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband