Óljóð dagsins nr. 8

Laun og kjör:

Ef til væri brú

sem jafnaði bilið

á milli fátækra og ríkra

þá þyrfti hún bara að vera mjó

það yrði einstefna.

En hver skyldi byggja slíka brú?

Ekki þeir fátæku

þeir hefðu ekki efni á því.

Ekki þeir ríku

þeir þyrftu ekki á henni að halda

þess vegna er slík brú ekki til.

Og þess vegna er bil

á milli fátækra og ríkra.

Gaman gaman:

Ég elska mánaðarmót

þá man fjölskyldan að

ég er til!

Óhljóð:

Ég heyri aldrei

þegar

nóttin skellur á.

Blikk:

Tekur stefnuljósið

alltaf rétta stefnu?

Frelsi:

Englahár er eins og gull

í hendi fátæklings.

Vinna:

Ætli höggormur

geti stundað skógarhögg?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband