Gamlar vísur nr. 8

76. Ekki veit jeg eftir hvern hestavísa þessi er. (Páll Guðmundsson):

Sjeð hef jeg Apal fáka fremst

frísa gepa yða.

Ef að skapið í hann kemst

er sem hrapi skriða.

77. Maður nokkur sem var þunglyndur orti þessa um veröldina:

Leiðist mjer heimsins lasta brellur

leiðist mjer heimi að lifa í

lífið er eintómt smellirí.

78. Vísa þessi var ort í mollu veðri. (Jónas Hallgrímsson):

Veðrið er hvorki vott nje gott
varla kalt og ekki heitt.

Það er hvorki þurt nje vott

þar er svo sem ekki neitt.

79. Einar E. Sæmundsen, orti vísu þessa dag nokkurn og skrifaði hana á kamardyr í "Heklu" sem æfinlega stóð upp á víða gátt:

Inn um þessar opnu dyr

allir meiga líta.

Verið hingað velkomnir

sem viljið fá að skíta.

80. Ekki veit jeg um höfund að þessari vísu:

Ingibjörg er aftanbrött

en örmjó framan.

Skildi ekki meiga skera hana sundur

og skeita saman. 

81. Kapphlaup höfðu verið háð á íþróttavellinum í Reykjavík og þar um ort þessi vísa:

Hundskinsrófa og haframjel

hlupu í einum spretti,

gjarðarjárn af gömlum sel

og gleraugu af ketti.

81. (aftur 81 innsk. Sig. I. B. Guðm.)

Kristinn Jónsson Í Winnipig orti vísu þessa ekki veit jeg um aðdrifin að henni:

Alt er hirt og alt er birt

ekkert hlje á leirburði.

Kveður (mi..) stundum stirt

Stefan G. í (Kringlumasi)

82. Vísa þessi er eftir sama:

Rjúfðu sunna sorta sky

sýn því kunnir skýna,

kystu á munnin hlyr og hly

hana Gunnu mína.

83. Vísur þessar eru eftir ókunna höfunda. (Guðm.bóksali Ebakka):

Nítján stiga nú er frost

mæðir krumma tetur.

Hlítur að bíða harðan kost

höðingin í vetur.

84. Hafði stút úr heilum hnút

hugði sút að stilla.

Sat í hnút og saup á kút

synda príkan illa.

85. Þó slípist hestur, slitni gjörð

(slettunni) ekki kvíddu.

Hugsaði hvorki um himin nje jörð

haltu þjer fast og ríddu.

86. Það má segja um þennan mann

það er spiltur sonur.

Upp að mitti elskar hann

allar vinnukonur. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg ótrúlegt hvað lesturinn hefur góð áhrif á mann.

Jóhann Elíasson, 17.2.2020 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband