Gamlar vísur nr. 7

63. Um mann að nafni Pjetur orti hann:

Veit jeg Pjetur verri í bráð

virðist sómamaður,

en ef betur að er gáð

er hann góðhjartaður.

64. Gyðingur nokkur seldi hest þar fyrir vestan. Hesturinn var mjög slæmur af hrekkjum við skepnur og menn. Um hann kvað Kristinn:

Klárinn illa kristin var

uni kreddum skeitti ei Lúterskar

eðli sjált í æðum bar

eins og flestir Gyðingar.

65. Vísa þessi var ort í Ameríku? við þingkosningar,er hún um Englending? er bauð sig þar fram:

Stjórnarpingjan keirð var kring

að kaupa (óskingan) almenning

og senda á þing með sívirðing

sálarringan vesta hring.

66. Guðm. Pjetursson orti vísu þessa til Sveins járnsmiðs:

Gefur mörgum Sveinki sár

sínum bögum meður.

Kveður betur flestum frá

fannaslóðir treður.

67. Þessi vísa er eftir mann er bjó í Langholti í Hrunamannahreppi:

Minn þó Sokki brúki brokk

burt hann lokka trega.

Fram úr nokkrum fákar flokk

fer hann þokka lega. 

68. Páll Ólafsson, kvað vísu þessa við mann er stóð úti og hjelt á börðum harðfiski í hendinni:

Á hlaðinu maður hreikin er

heimskur apla kálfur.

Heldur á því í hendi sjer

sem hann ætti að vera sjálfur.

69. Sami kveður svo um vetur:

Gluggar frjósa, gleri á

grefur rósu vetur

falda ljósu fjollin há

fátt sjer hrósa betur.

70. Vatnsendar-Rósa kveður þannig til manns:

Þó að kali heitur hver

hylji dali jökull ber,

steinar tali og alt hvað er

aldrei skal ég gleyma þjer.

71. Sama orti vísu þessa:

Man eg okkar fyrri fund

forn þó ástin rjeni.

Nú er eins og hundur hund

hitti á tófu greni.

72. Einar E. Sæmundssen, fór einu sinni að Kollaðarnesi ásamt fleiri ungum mönnum þá sagði hann: 

Fröken Halla hjer fær snjalla drengi

til að sjalla og spauga við

sparar valla gamanið.

73. Drengur 12 ára misti föður sinn, var hann þá spurður að hvoru megin hann hjeldi að faðir sinn væri. Þá svarar snáði:

Í himnaríki er hópur stór

í helvíti er þó fleira.

Í hvorn staðin hann föður minn fór

það fáið þið seinna að heyra.

74. Einar Benidiksson hefur ort vísu þessa:

Falla tímans voldug verk

valla falleg baga.

Snjalla ríman stuðla sterk

stendur alla daga. 

75. Eiríkur Einarsson, frá Hæli kveður svo:

Það endar verst sem birjar best

og byggt er í flestum vonum.

Svo er með prest og svikin hest

og sannast best á konum.

-------

Komið núna. Meira síðar. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband