14.5.2021 | 00:03
Föstudagsgrín.
Ef þú lúrir á einum góðum láttu hann þá koma hérna. En á föstudaginn kemur kem ég með mína "langloku" þ.e.a.s. fimmuna, K.N. gráa svæðið, og nokkrar sögur. En hérna er ein: Ung kona kom til læknis til þess að leita ráða hjá honum. Hún var feimin og gekk seinlega að bera fram erindi sitt. Læknirinn komst þó að því að ástæðan var, að hjónaband hennar var barnlaust, og að hún og maður hennar höfðu bæði áhuga á því að eignst barn. -Hve lengi hafið þið verið gift, spurði læknirinn? Sex ár svaraði unga konan. Þá ættuð þið að vera búin að eignast barn fyrir löngu, sagði læknirinn. Gjörið svo vel að "taka af yður", svo skulum við sjá til hvað hægt er að gera. Frúin roðnaði og sagði með hægð: Mig langar nú til að eignast fyrsta barnið með manninum mínum.
Læt annan fljóta með: Ung og fögur frú hafði eignast þríbura og lá nú á fæðingardeildinni. Dag nokkurn kom vinkona hennar í heimsókn. Ég óska þér til hamingju, sagði hún. Það hlýtur að vera dásamlegt að fá heilan barnahóp í einu. Við hinar verðum að láta okkur nægja að eignast eitt í einu. Já, það segirðu satt. Þetta er líka alveg kraftaverk. Læknirinn segir að þetta skeði aðeins í eitt skipti af 100.000. "Guð almáttugur," sagði vinkonan. Þá skil ég hreint ekki, hvernig þú og maðurinn þinn hafið tíma til að sinna störfum ykkar.!
Endir.
Athugasemdir
Þú klikkar ekki Sigurður...
Jóhann Elíasson, 14.5.2021 kl. 09:14
Sælir!
Fyrir Mörgum árum,vinur minn ofan af landi var með mér á sjó,og einu sinni er hann kom til Eyja eftir helgarfrí fannst mér hann vera mjög þreitulegur.Spurði eg hann hvað mundi valda.
Hann bara þornaði nú ekki á mér um helgina???varð þá til þessi vísa,
Vinur minn tjáði mér vandræði sín
vandræðin þau voru önnur en mín
því ofris hann á við að stríða,
Þá lyf dugðu lítið
hann langaði í bítið
að halda bara áfram að? klæða sig í Buxurnar!!!
þ
Óskar Kristinsson, 14.5.2021 kl. 20:49
Þakka ykkur fyrir herramenn.
Sigurður I B Guðmundsson, 14.5.2021 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.