Föstudagsgrín

Jæja, þá er komið að seinasta föstudagsgríni hjá mér í bili. Sjáum til í haust. Þá er það fimman en hún fjallar um gleðikonur sem þurftu að hætta: 1. Hafði ekki neitt upp á sig lengur. 2. Allt of út lærð. 3. Drap tittlinga. 4. Kominn með geðklofa. 5. Sú brúkað kjaft við kúnanna og fékk að halda áfram.

Ungur nýgiftur maður eignaðist son. Hann var mjög montinn af þessu, og einn dag tók hann vin sinn heim með sér til þess að sýna honum frumburðinn. Er þeir stóðu yfir vöggu barnsins, sagði faðirinn: Það segja allir, að drengurinn sé afar líkur mér. Vinur hans svaraði hughreystandi: Taktu það ekki nærri þér, vinur minn. Ef strákurinn er bara heilsuhraustur, þá er allt í lagi.

Stúlka stöðvaði lögregluþjón á götu og sagði: Þessi maður þarna er að elta mig. Ég er hrædd um, að hann sé drukkinn. Lögregluþjóninn virðir stúlkuna fyrir sér og segir svo: Já, það hlýtur hann að vera.

Einar frá Hvalnesi og Helgi Hjörvar eru sjálfsagt einhverjir ólíkustu menn, sem um getur. Einar stór og næstum að segja tröllslegur, hvar sem á er litið, en Helgi lágvaxinn og smáfelldur. Eitt sinn vildi Einar hitta Helga að máli og fór heim til hans, en þeir höfðu ekki sést áður. Einar kveður nú dyra, og hittist svo á, að Helgi kemur sjálfur til dyra. Þá segir Einar: Sæll vertu, drengur minn! Er hann pabbi þinn heima!

Helgi Hjörvar var lítill vinur Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra og  átti í miklum útistöðum við hann, eins og menn munu minnast. En ekki þótti honum taka betra við, þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason var orðinn útvarpsstjóri. Einhver kunningi Helga spurði hann, hvernig honum félli við nýja útvarpsstjórann. Þá sagði Helgi: Það hefði mig aldrei grunað, að nýi útvarpsstjórinn ætti efir að gera þann gamla góðan.

Hjörtur Hjartarson, fulltrúi hjá borgarfógeta, kom í fyrirtæki eitt hér í Reykjavík í þeim erindum að gera lögtak. Fostjórinn tók lögtaksmönnum hið versta og sagði þeim að fara til helvítis. Eigið þér eignir þar? spurði þá Hjörtur með mestu hægð.

Ásgrímur hét maður og var Eyjólfsson. Hann var afgreiðslumaður við Lefoliis-verzlun á Eyrarbakka. Hann var ákaflega blótsamur. Eitt sinn var hann að mæla brennivín fyrir sveitaprest einn, en hraut ílát. Hann kallaði því til prests: Komdu hérna, séra skratti, með ílát undir andskotann.

Sr. Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni sendi bónda nokkrum, sem Páll hét, hrút, sem komið hafði í fé prests, vísu þessa með. Páll þessi hafði nýlega tekið fram hjá konu sinni.

Passaðu hrútinn, Paulus minn,

punginnn vill hann lina.

Hann er eins og eigandinn,

upp á kvenhöndina. 

Þá er komið að K.N.: Til Arinbjarnar Bardals:

Lánsamstur þú ert, sem ég þekkk

þeirra manna, sem að drekka ekki.

Hvernig sem á heimsku slíkri stendur,

halda margir að þú sért oftast kenndur.

Öfund mína á þér skal ei spara,

æðistiprestur sannra Goodtemplara.

---------- Ort við Þorstein Kapílán Björnsson:

Í fyrra á fjórða júlí

svo fullur varstu hér,

að allir aðrir sýndust

ófullir hjá þér.

------ Skrifað á jólaspjald til Laugu Geir:

Harmur dvínar helgum á 

hinsta sólmánuði,

systrum þínum heima hjá 

held ég jól með guði.

----------------

Að lokum er það Gráa svæðið: 

Feginn vildi ég fara upp á fóstru mína,

þó ég af því biði bana,

bara til að gleðja hana.

----

Sæl og blessuð, Sigga á Ríp,

sestu niður hjá mér.

Ég skal ljá þér snoðinn sníp,

sniðinn í klofið á þér.

---- Í barnsfaðernismáli bar stúlka það að maður hefði sorðið sig sitjandi:

Lýður gera það liggjandi,

lukkast má það standandi,

en sóðast við það sitjandi

sýnist mér varla formandi.

----

Hingað betur, þangað betur,

þú ferð hjá því,

ofar betur, neðar betur,

nú ertu á því

------

Ei varð ferð til ónýtis

upp til Skólavörðunnar.

Þar á björgum blágrýtis

biskupsdóttir legin var.

--------

Aldrei Jón á flyðru fer,

fyrr léti hann sig hengja.

En greddan, sem að í honum er,

ætlar hann að sprengja.

--------

Þá er þessu lokið núna og var í lengra lagi. Vonandi hafið þið haft gaman að þessu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband