2.5.2022 | 10:31
Sögur af sjálfum mér nr. 6
VESTURVER (MORGUNBLAÐSHÖLLIN) Þegar ég var krakki var Vesturver nánast nafli alheimsins. Ég tengdist Vesturveri þannig: Bókabúð Lárusar Blöndal en Lárus var bróðir pabba. Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttir en Sigríður var systir mömmu. ABC sjoppan hana rak Kolbeinn sem var giftur Obbu frænku minni. Og til að kóróna allt þetta þá var húsvörðurinn Guðmundur Blöndal frændi minn. Pabbi var á þessum tíma mikið að vinni í HSH og þar kynntust þeir Svavar Gests. og urðu síðar félagr í Lionklúbbnum Ægi en það er önnur saga. En Svavar fékk pabba að semja texta fyrir sig t.d. Bellu símamær og Hulda spann ásamt eitthvað 20 til 30 aðra. Hápunkturinn í Vesturveri var um jólin. Þá komu skemmtikraftar og sýndu í stóra glugganum á annari hæð. Þá var Austurstræti fullt af fólki og náði fjöldinn alveg upp að Bankastræti. Ég var svo heppinn að fá að vera inn og sá þegar jólasveinarnir voru að gera sig klára en mest var ég hrifinn af Baldri og Konna en pabbi samdi nokkra texta fyrir þá félaga þó svo hann sé bara skráður fyrir einu lagi. Eftir sýningu sína fór Baldur niður í kjallaran með Konna sinn og lagði hann í tösku og skrapp svo eitthvað frá. Þarna var ég einn með Konna og starði á hann. Við Konni bara tveir saman! Fyrir utan Vesturver var Hjálpræðisherinn með söfnunar kassa og líka að selja Herópið og gekk þeim vel. Að lokum má geta þess að Ringelberg var með blómabúðina Rósina og herrafatabúð í kjallarnum.
Athugasemdir
Prófaðir þú að taka Konna upp????
Jóhann Elíasson, 2.5.2022 kl. 15:48
Nei Jóhann en mig dauðlangaði til þess. Ég man þegar Baldur kom heim til að fara yfir texta sem pabbi hafði samið fyrir hann þá notaði hann rödd Konna og það kom pabba á óvart en Baldur sagði að hann yrði að nota hans rödd þegar hann talaði fyrir Konna þó Konni væri í góðum gír í töskunni út í bíl.
Sigurður I B Guðmundsson, 2.5.2022 kl. 16:12
Þessi saga er alveg meiriháttar góð...
Jóhann Elíasson, 2.5.2022 kl. 17:01
Skemmtileg lesning, að venju!
Jens Guð, 16.5.2022 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.