Brighton

Já, loksins erum við hjónin að fara til útlanda og nú skal haldið til Englands þ.e.a.s. til Brighton. Að ajálfsögðu með ferðaskrifstofu eldri borgara en sú ferðaskrifstofa klikkar ekki. Allt sem sagt er stendur og fyrsta flokks fararstjórar eins og í þessari ferð er það enginn annar en Friðrik Brekkan. Hlökkum mikið til að fara í allar þær skoðunarferðir sem boðið er uppá eins og t.d. Seven Sisters en klettarnir eru hluti af South Downs þjóðgarðinum. Einnig verður skoðað Monk´s House og Rye og ekki má gleyma hin stórbrotna Dómkirkja Canterbury verður líka heimsótt og margt margt fleirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er víst alveg meiriháttar að  koma til Brighton og mun meira að sjá þar en nokkurn grunar.   Fyrir nokkrum árum fór kunningi minn þarna út og var hann í fjóra daga, það sagði hann hafa verið of stuttan tíma og hann sagði að borgin og umhverfið hafi komið sér verulega á óvart og bætti því við að hann ætlaði að fara aftur og þá að vera mun lengur.  Ég vona að  þú og frúin njótið ferðarinnar alveg í botn og svo reikna ég náttúrulega með því að  þú deilir ferðasögunni til okkar hérna á blogginu........

GÓÐA FERÐ!!!!!!

Jóhann Elíasson, 10.9.2022 kl. 14:54

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir Jóhann.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.9.2022 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband